Launakeyrsla 1. júní 2025
4. júní 2025
Fjársýslan greiðir laun allra ríkisstarfsmanna fyrsta dag hvers mánaðar

Þann 1. júní voru laun vegna maímánaðar greidd út en launakostnaður ríkisins var um 25 milljarðar, þ.e. laun og launatengd gjöld.
Fjöldi launaseðla þennan mánuð voru 30.435 og alls fengu 27.960 ríkisstarfsmenn greidd laun.
Útborguð laun ríkisstarfamanna námu um 15.4 milljörðum (15.396.025.377) og mánaðarlaun eru um 70% launa, en auk mánaðarlauna eru greiddar hinar ýmsu launategundir sérstaklega fyrir þá ríkisstarfsmenn er vinna vaktavinnu. Um mánaðarmótin var greidd orlofsuppbót til ríkisstarfsmanna og var fjárhæð hennar þetta árið um 1,1 milljarður.
Launatengd gjöld eru m.a. framlag ríkisins í lífeyris- og séreignasjóði, greiðslur í sjóði stéttarfélaga samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og tryggingagjald. Fyrir maímánuð voru launatengd gjöld um 5 milljarðar, eða um 20% af heildarlaunakostnaði ríkisins.