Fjársýsludagurinn 2025
16. október 2025
Fjársýsludagurinn 2025 verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Fjársýsludagurinn er ætlaður öllum forstöðumönnum ríkisaðila og starfsfólki sem vinnur í tengslum við fjármál, fjárstýringu, innkaup, mannauðs- og launamál.

Fjársýsludagurinn 2025 verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Fjársýsludagurinn er ætlaður öllum forstöðumönnum ríkisaðila og starfsfólki sem vinnur í tengslum við fjármál, fjárstýringu, innkaup, mannauðs- og launamál.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði allan daginn en m.a. verða kynntar nýjungar í starfsemi Fjársýslunnar, boðið til samtals um þróunarverkefni og umbætur. Bæði verður dagskrá á staðnum og í streymi.
Tími | Salur 1 | Salur 2 | Salur 3 | Tegund |
|---|---|---|---|---|
8:30 | Skráning og kaffi | |||
9:00 | Nýjungar í starfsemi Fjársýslunnar | |||
10:15 | Kaffihlé | |||
10:45 | Innkaup | Mannauður | Fjármál og fjárstýring | Málstofur |
12:00 | Hádegishlé og tengslamyndun | |||
13:00 | Nýsköpun | Launamál | Fjármál og fjárstýring | Málstofur |
14:30 | Kaffihlé | |||
15:00 | Lokaerindi | |||
16:00 | Léttar veitingar |
Breytt snið á dagskrá
Dagskráin verður með breyttu sniði í ár þar sem henni verður að hluta skipt í málstofur eftir áherslum. Þátttakendur velja sér málstofu eftir áhugasviði en þær verða kynntar betur þegar nær dregur.
Gómsætar veitingar að hætti hússins eru innifaldar í ráðstefnugjaldi og sömuleiðis léttar veitingar í dagskrárlok.
Verð:
Á staðnum – 20.900kr
Í streymi – 6.000kr
