Fjársýslan og DataLab þróa spálíkan fyrir afkomu ríkisins
12. desember 2025
Fjársýslan er í samstarfi við DataLab við þróun gervigreindarlíkans sem spáir fyrir um afkomu ríkisins og lykilstofnana þess

Verkefnið, sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, nýtir spunagreind til að greina fjárhagsleg mynstur og spá fyrir um framtíðarþróun.
Líkanið nýtir fjölda breyta, þar á meðal bókhaldslykla og launakostnað, til að bera kennsl á útgjöld sem eru líkleg til að fara fram úr áætlun. Markmiðið er að ráðuneyti og ríkisaðilar geti brugðist við í tæka tíð ef stefnir í framúrkeyrslu og þannig stuðlað að betri fjármálastjórnun.
Nánari umfjöllun um verkefnið er að finna á vef DataLab; „Valkyrjur“ DataLab smíða afkomuspá ríkisins
