Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Fjársýslan hlýtur viðurkenningu fyrir stafræn skref

27. september 2023

Stafrænt Ísland veitti Fjársýslunni á dögunum viðurkenningu fyrir sex stafræn skref og þróun á greiðslu- og innheimtulausnum.

Viðurkenning fyrir sex stafræn skref

Á ráðstefnu sinni „Tengjum ríkið" veitti Stafrænt Ísland viðurkenningar til nokkurra stofnana sem hafa tekið skref framávið af níu stafrænum lausnum. Stafrænu skrefin eru hvataverðlaun fyrir opinbera aðila en öll níu skrefin eiga ekki við þjónustu þeirra allra.

Fjársýslan hlaut viðurkenningu fyrir eftirfarandi sex stafrænu skref:

  • Stafrænt pósthólf
    Opinber aðili er tengdur með vefþjónustu og hefur sent notendum skjöl með tilstilli Stafræna pósthólfsins.

  • Innskráning fyrir alla
    Opinber aðili er tengdur við nýja innskráningarþjónustu Ísland.is - Innskráning fyrir alla.

  • Umsóknarkerfi Ísland.is
    Notendur geta sótt sér opinbera þjónustu til þjónustuaðila í gegnum umsóknarkerfi Ísland.is

  • Mínar síður Ísland.is
    Opinber aðili nýtir Mínar síður Ísland.is til að miðla upplýsingum til viðskiptavina sinna.

  • Vefsíða á Ísland.is
    Opinber aðili rekur aðalvef sinn á Ísland.is

  • Straumurinn
    Opinber aðili nýtir Strauminn til að miðla gögnum til annarra opinberra aðila.

Sjöunda skrefið er í vinnslu hjá Fjársýslunni, sem mun gera notendum kleift að sjá hluta fjármála og jafnframt fá tilkynningu um inneignir í Ísland.is-appinu. Sú þjónusta verður vonandi sett í loftið í byrjun október 2023, en í appinu fá notendur aðgang að skjölum, umsóknum, skírteinum og fleiru sem tengist opinberri þjónustu.

Þau tvö skref sem Fjársýslan á eftir að uppfylla eru:

  • Spjallmennið Askur

    Opinber aðili nýtir Ask til að þjónusta og eiga samskipti við notendur. Þjónustuaðili getur tekið þátt í efni og svörun Asks á Ísland.is þrátt fyrir að vera með eigin vefsíðu.

  • Þjónustuvefur á Ísland.is

    Opinber aðili nýtir þjónustuvef Ísland.is til að auka sjálfsafgreiðslu notenda

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is