Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Fjársýsla ríkisins tekur við verkefnum Ríkiskaupa

2. ágúst 2024

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 þar sem verkefni og starfsfólk Ríkiskaupa flytjast til Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaup formlega lögð niður.

FJS og RK

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 þar sem verkefni og starfsfólk Ríkiskaupa flytjast til Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaup formlega lögð niður.

Þann 1. ágúst síðast liðinn varð til ein öflug þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði ríkisfjármála, innkaupa og mannauðs. Innkaupasérfræðingar Fjársýslunnar munu sinna verkefnum á sviði opinberra innkaupa í bættu og breiðara starfsumhverfi. Áhersla verður lögð á virðisaukandi þjónustu og umbætur í ríkisrekstri.

Með tilfærslunni eykst geta ríkisins til að ná fram áframhaldandi árangri í opinberum innkaupum og nýsköpun. Bætt aðgengi að gögnum veitir aukin tækifæri til greininga og gagnadrifinnar ákvarðanatöku sem mun skapa frekara virði fyrir viðskiptavini Fjársýslunnar í hlutverki miðlægrar innkaupastofnunar.

Hafa samband?

Hægt er að hafa samband við innkaupasérfræðinga Fjársýslunnar með því að senda fyrirspurn á fyrirspurnaformi sem finna má hér.

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is