Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Fimm hlutu Nýsköpunarverðlaun hins opinbera 2025

14. maí 2025

Í gær fór fram afhending Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025 á Nýsköpunardegi hins opinbera, þar sem fimm framúrskarandi verkefni og einstaklingar hlutu viðurkenningu fyrir árangur sinn á sviði opinberrar nýsköpunar.

Verðlaunin eru veitt af Fjársýslunni í þeim tilgangi að varpa ljósi á öflugt umbótastarf og nýsköpun sem eykur gæði og skilvirkni í opinberri þjónustu.

Verðlaunahafar ársins 2025 eru:

  • Benedikt Geir Jóhannesson
    Fyrir öflugt einstaklingsframtak við hagnýtingu gervigreindar í umbótaverkefnum og framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun.

  • Réttarvörslugáttin
    Fyrir stafvæðingu réttarvörslukerfisins og betri samvinnu milli stofnana innan dómskerfisins.

  • Skatturinn

    Fyrir nýtingu gagna og tækninýjunga til að efla þjónustu stofnunarinnar við almenning.

  • Hafnarfjarðarbær

    Fyrir leiðandi umbótastarf við stafræna umbreytingu í þjónustu og rekstri sveitarfélagsins.

  • Bílastæðasjóður

    Fyrir nýsköpun og breytingar á framkvæmd eftirlits með stöðvunarbrotum.

Verðlaunin sýna fjölbreytileika nýsköpunar í opinbera geiranum, allt frá tækniinnleiðingu og gagnadrifinni stefnumótun yfir í notendamiðaðar lausnir og þróun þjónustu við almenning. Hver verðlaunahafi setur fordæmi fyrir hvernig frumkvæði og fagmennska geta umbreytt opinberri þjónustu til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

Í dómnefnd sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Fjársýslunnar og verðlaunahafa síðasta árs:

  • Ingþór Karl Eiríksson – forstjóri Fjársýslunnar (formaður)

  • Íris Huld Christersdóttir – sérfræðingur skrifstofu stjórnuna og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu

  • Bryndís Pétursdóttir – verkefnastjóri Sýslumannaráðs (verðlaunahafi 2024)

  • Styrmir Erlingsson – framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar (verðlaunahafi 2024)

  • Bragi Bjarnason – bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar (verðlaunahafi 2024)

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju og þökkum framlag þeirra til opinberrar nýsköpunar.

Fjársýslan

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga 9-15
föstudaga 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6
105 Reykjavík

Kt. 540269-7509

Hafðu samband

Netfang: fjarsyslan@fjarsyslan.is

Sími: 545 7500