Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Bætt þjónusta með samtímauppfærslu á greiðslu krafna

29. júní 2025

Fjársýslan vinnur nú að þróun nýrrar lausnar í samstarfi við Advania, Reiknistofu bankanna (RB) og Seðlabanka Íslands. Lausnin felur í sér að þegar kröfur eru greiddar í netbanka skráist greiðslan á sama tíma, bæði í Innheimtukerfi ríkisins og á Ísland.is. 

Þetta þýðir að hægt verður að veita þjónustu strax við greiðslu krafna, til dæmis við útgáfu skuldleysisvottorðs, eigandaskipti ökutækja eða hinar ýmsu leyfisveitingar án þess að greiðandi þurfi að bíða fram á næsta virka dag til að fá veitta þjónustu. 

Í fyrstu mun þessi breytingin ná til um 80% krafna sem gefnar eru út af hinu opinbera. Jafnframt mun þessi breyting gera viðskiptavinum kleift að greiða kröfur ekki aðeins í netbanka heldur einnig á Ísland.is, þar sem krafa fellur sjálfkrafa niður á báðum stöðum um leið og hún er greidd. 

Fjársýslan

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga 9-15
föstudaga 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6
105 Reykjavík

Kt. 540269-7509

Hafðu samband

Netfang: fjarsyslan@fjarsyslan.is

Sími: 545 7500