Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Fjársýsludagurinn 2024

Fjársýsludagurinn 2024 verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Fjársýsludagurinn er ætlaður öllum forstöðumönnum, fjármálastjórum og mannauðsstjórum ríkisstofnana og öðrum sem málið er skylt.

Tímasetning
Húsið opnar klukkan 8:30. Dagskrá stendur yfir frá klukkan 9 til 16.

Dagskrá
Birt með fyrirvara um breytingar

08:30-09:00 MÓTTAKA
09:00-09:15 Setning Fjársýsludagsins
09:15-09:30 Umbætur í ríkisrekstri
09:30-09:45 Ný nálgun í þjónustu Fjársýslunnar
09:45-10:00 Mannauðsmál ríkisins
10:00-10:15 Nýjungar og nýsköpun

10:15-10:45 KAFFI
10:45-11:00 Hvernig kaupi ég hugbúnað - án þess að lenda í veseni?
11:00-11:15 Áherslur í innkaupum
11:15-11:30 Vörukynning fjármála
11:30-11:45 Þróun í innheimtustýringu
11:45-12:00 Tækifæri í grænum innkaupum

12:00-13:00 HÁDEGISVERÐUR
13:00-13:15 Valkostagreiningar
13:15-13:30 Áskoranir í fjármálaþjónustu
13:30-13:45 Yfirsýn mannauðs- og launamála
13:45-14:00 Greiðslustýring hjá Fjársýslunni

14:00-14:30 KAFFI
14:30-14:45 Útboðsþjónusta
14:45-15:00 Launaþjónusta
15:00-15:20 Áherslur í uppgjöri

15:20-16:00 LOKAERINDI og SLIT

16:00-17:00 LÉTTAR VEITINGAR

Staðsetning
Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík 108.
Þátttakendur sem skrá sig í streymi fá sendan hlekk á skráð netfang þegar nær dregur.

Umfjöllunarefni
Fjársýslan er á fleygiferð inn í framtíðina svo dagskrá Fjársýsludagsins einkennist af nýjungum og kynningu á því helsta sem er á döfinni. Áhersla er lögð á að kynna framfarir í þjónustu, nýjar lausnir í mannauðs- og launamálum, áskoranir í innkaupum og fjármálaþjónustu, ásamt því hvernig tæknin og ný nálgun í hugbúnaðarkaupum munu leiða til aukins árangurs. Fjársýslan skoðar einnig tækifæri til grænna innkaupa og nýsköpunar sem hluta af sinni þróun og þátttakendur upplýstir um framtíðarsýn og stefnu í þessum lykilmálum.

Verð
Mæting á hótel Nordica: 19.900 krónur - veitingar innifaldar.
Áhorf gegnum streymi: 6.000 krónur.

Samgöngur
Þátttakendur eru hvattir til að nýta sér vistvænan ferðamáta.

Auðkenning
Fjársýslan er stoltur þátttakandi í Grænum skrefum og mun því stuðla að umhverfisvænni auðkenningu á Fjársýsludaginn. Á fjölmörgum vinnustöðum eru útbúin skírteini fyrir starfsfólk, með nafni og jafnvel mynd. Við hvetjum til þess að þátttakendur sem eiga slík skírteini í fórum sínum mæti með þau og hafi sýnileg á Fjársýsludaginn.

Skráning
Skráning á Fjársýsludaginn stendur yfir og verður opið fyrir skráningar til hádegis miðvikudaginn 13. nóvember meðan húsrúm leyfir.

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is