27. mars 2025
Hrygningarstopp 2025
2025
Fiskistofa vekur athygli á að hrygningarstopp tekur gildi þann 1. apríl samkvæmt reglugerð um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.
Á meðan á stoppinu stendur eru veiðar á tilteknum svæðum takmarkaðar samkvæmt ákvæðum reglugerðar með það að markmiði að vernda hrygningu nytjastofna.
Allar frekari upplýsingar um hrygningastoppið má finna í viðkomandi reglugerð og á myndrænu korti á Hafsjánni.

