Prentað þann 22. des. 2024
958/2019
Reglugerð um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.
I. KAFLI Gildissvið.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts í fiskveiðilandhelgi Íslands á hrygningartíma
II. KAFLI Svæðalokanir vegna hrygningar þorsks.
2. gr. Austursvæði (Stokksnes að 19°V).
Frá og með 8. apríl til og með 16. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suðurlandi, frá Stokknesi að 19°V. Svæðið markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°14,39´N - 14°57,84´V Stokksnes
- 64°14,39´N - 14°48,68´V
- 64°10,40´N - 14°57,30´V
- 64°09,80´N - 15°27,00´V
- 64°04,00´N - 15°54,00´V
- 63°57,50´N - 16°10,00´V
- 63°44,40´N - 16°34,30´V
- 63°40,70´N - 17°30,70´V
- 63°28,90´N - 17°50,50´V
- 63°24,00´N - 18°06,60´V
- 63°19,70´N - 18°42,60´V
- 63°19,47´N - 19°00,00´V
- 63°25,00´N - 19°00,00´V
Enn fremur eru á tímabilinu frá og með 8. apríl til og með 16. apríl allar veiðar óheimilar á neðangreindum svæðum:
Við Hrollaugseyjar á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°05,00´N - 16°06,00´V
- 64°01,80´N - 15°59,00´V
- 64°03,00´N - 15°39,00´V
- 64°13,50´N - 15°29,00´V
Við Ingólfshöfða á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 63°47,00´N - 16°54,00´V
- 63°38,00´N - 16°35,00´V
- 63°40,00´N - 16°25,00´V
- 63°48,00´N - 16°11,00´V
- 63°56,00´N - 16°11,00´V
- 64°00,00´N - 16°17,00´V
Á Meðallandsbug á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 63°30,00´N - 18°02,00´V
- 63°30,00´N - 17°30,00´V
- 63°47,00´N - 17°15,00´V
Frá og með 17. apríl til kl. 10.00, 28. apríl markast ytri mörk svæðisins að austan af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°14,39´N - 14°57,84´V Stokksnes
- 64°14,39´N - 14°30,37´V
- 64°08,50´N - 14°34,00´V
- 64°03,85´N - 14°44,25´V
- 63°51,56´N - 15°44,20´V
- 63°36,80´N - 16°27,70´V
- 63°34,23´N - 17°00,00´V
- 63°17,00´N - 17°00,00´V
- 63°14,10´N - 17°24,93´V
- 63°13,26´N - 17°35,95´V
- 63°10,40´N - 17°54,00´V
- 63°11,47´N - 18°10,23´V
- 63°12,26´N - 18°17,92´V
- 63°12,60´N - 18°30,00´V
- 63°10,00´N - 19°00,00´V
- 63°25,00´N - 19°00,00´V
3. gr. Vestursvæði (19°V að Skor).
Frá og með 1. apríl til og með 11. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af 19°00´V og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi 250° frá 65°24,90´N - 23°57,14´V Skorarvita.
Að utan markast svæðið af eftirfarandi hnitum:
- 63°25,00´N - 19°00,00´V
- 63°19,47´N - 19°00,00´V
- 63°19,50´N - 19°07,50´V
- 63°28,30´N - 20°10,90´V
- 63°33,00´N - 20°27,00´V
- 63°33,00´N - 20°50,00´V
- 63°47,80´N - 21°16,00´V
- 63°46,60´N - 21°23,50´V
- 63°45,30´N - 21°39,10´V
- 63°45,80´N - 22°04,20´V
- 63°44,00´N - 22°41,90´V
- 63°49,00´N - 22°53,32´V
- 63°58,30´N - 22°54,57´V
- 64°04,90´N - 22°52,60´V
- 64°31,37´N - 22°31,47´V
- 64°39,69´N - 23°48,17´V
- 64°45,00´N - 24°04,63´V
- 64°53,11´N - 24°12,03´V
- 64°57,11´N - 24°02,66´V
- 64°59,16´N - 23°47,69´V
- 65°23,53´N - 24°06,12´V
- 65°24,90´N - 23°57,14´V Skorarviti
Frá og með 12. apríl til kl. 10.00, 21. apríl markast ytri mörk svæðisins af línu sem dregin er vestur um milli eftirfarandi hnita:
- 63°25,00´N - 19°00,00´V
- 63°10,00´N - 19°00,00´V
- 63°05,01´N - 19°52,07´V
- 63°10,20´N - 20°12,80´V
- 63°07,20´N - 20°15,70´V
- 63°08,00´N - 20°32,80´V
- 63°05,00´N - 20°49,50´V
- 63°11,20´N - 21°27,80´V
- 63°10,00´N - 21°51,70´V
- 63°05,00´N - 22°15,00´V
- 63°05,00´N - 22°27,50´V
- 63°15,00´N - 23°00,50´V
- 63°10,70´N - 23°24,00´V
- 63°11,00´N - 24°05,50´V
- 63°35,06´N - 23°13,06´V
- 63°36,72´N - 23°22,84´V
- 63°39,65´N - 23°28,55´V
- 64°43,72´N - 24°12,83´V
- 64°43,72´N - 24°25,57´V
- 65°16,44´N - 24°51,28´V
- 65°24,90´N - 23°57,14´V Skorarviti
4. gr. Önnur friðunarsvæði vegna hrygningar þorsks.
Frá og með 15. apríl til kl. 10.00 30. apríl eru allar veiðar óheimilar á eftirgreindum svæðum:
- Á Ísafjarðardjúpi innan línu sem dregin er frá 66°09,79´N - 23°34,27´V Galtarvita í 66°25,83´N - 23°08,07´V Straumnesvita.
- Fyrir Norður- og Austurlandi. Að vestan markast svæðið af línu sem dregin er frá 66°24,64´N - 22°22,75´V Hornbjargsvita í 66°27,64´N - 22°22,75´V þaðan í 3ja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins að línu sem dregin er frá 64°14,39´N - 14°50,97´V í 64°14,39´N - 14°57,84´V Stokksnes.
- Við Grímsey innan 3ja sjómílna frá fjörumarki Grímseyjar.
- Á Húnafirði innan línu sem dregin er frá 65°41,23´N - 20°40,41´V Nestá að 66°01,30´N - 20°25,98´V Kálfshamarsvita.
III. KAFLI Svæðalokanir vegna hrygningar skarkola.
5. gr.
Auk svæðalokana í 1.-3. gr. eru á tímabilinu frá og með 1. apríl til og með 30. apríl allar veiðar með botnvörpu, dragnót og netum óheimilar á eftirgreindum svæðum:
-
Á Selvogsbanka á svæði er markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:
- 63°40,00´N - 21°00,00´V
- 63°31,00´N - 20°10,00´V
- 63°22,00´N - 20°30,00´V
- 63°20,00´N - 20°50,00´V
-
Á Hafnarleir á svæði er markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:
- 64°05,00´N - 23°15,00´V
- 64°05,00´N - 22°54,00´V
- 63°50,00´N - 22°53,00´V
- 63°50,00´N - 22°57,00´V
- 64°00,00´N - 23°20,00´V
-
Á Breiðafirði á svæði er markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:
- 65°16,00´N - 23°27,00´V
- 65°10,00´N - 23°27,00´V
- 65°00,00´N - 24°20,00´V
- 65°05,00´N - 24°37,00´V
6. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1.-4. gr. eru veiðar á sæbjúga, grásleppu, innfjarðarækju, hörpudiski, ígulkerum, beitukóngi og kúfiski heimilar þeim sem hafa aflamark eða tilskilin leyfi til þeirra veiða innan svæðisins.
IV. KAFLI Svæðalokanir vegna hrygningar blálöngu.
7. gr.
Frá og með 15. febrúar til og með 30. apríl eru allar veiðar óheimilar á eftirgreindum svæðum:
-
Suður af Vestmannaeyjum á svæði er markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:
- 62°58,90´N - 20°22,00´V
- 63°00,00´N - 20°27,00´V
- 62°50,00´N - 20°27,00´V
- 62°50,00´N - 20°00,00´V
- 63°00,00´N - 20°00,00´V
-
Á Franshól á svæði er markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:
- 61°03,00´N - 27°39,00´V
- 61°03,00´N - 27°28,00´V
- 60°59,00´N - 27°28,00´V
Suðurmörk svæðisins afmarkast af 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslands.
V. KAFLI Svæðalokun vegna hrygningar steinbíts.
8. gr.
Frá og með 15. september til og með 30. apríl eru allar veiðar óheimilar á Látragrunni á svæði er markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:
- 65°03,00´N - 26°35,00´V
- 65°17,00´N - 26°35,00´V
- 65°17,00´N - 25°50,00´V
- 65°11,00´N - 25°42,00´V
- 65°03,00´N - 25°50,00´V
VI. KAFLI Ýmis ákvæði.
9. gr. Viðurlög.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.
10. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglugerð nr. 30/2005, um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð, reglugerð nr. 202/2004, um friðun blálöngu á hrygningartíma, og reglugerð nr. 754/2010, um friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. október 2019.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jóhann Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.