6. febrúar 2025
Aflamark til nýliða í grásleppu
Umsóknir sendast á tölvupóstfangið fiskistofa@fiskistofa.is og umsóknarfrestur er til og með 17. Febrúar 2025.
Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn, kennitala og lögheimili umsækjanda.
Fiskiskip (nafn og skipaskrárnúmer) sem óskað er eftir að aflamark verði skráð á.
Á hvaða staðbundna veiðisvæði fiskiskip muni stunda veiðar.
Með breytingu á reglugerð um úthlutun grásleppu til nýliða er skilgreining á nýliða þessi:
Nýliði er sá sem á skip sem ekki hefur skráða aflahlutdeild og hefur ekki fengið úthlutað aflahlutdeild eða átti rétt á aflahlutdeild í grásleppu vegna fiskveiðiársins 2024/2025.
Að öðru leiti gildir reglugerð um hrognkelsaveiðar auk annara reglna sem koma fram í lögum og reglugerðum er lúta að veiðunum um veiðar nýliða í grásleppu.

