Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Stofnreglugerð

1124/2024

Reglugerð um hrognkelsaveiðar.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um hrognkelsaveiðar, þ.e. netaveiðar á grásleppu og rauðmaga.

2. gr. Leyfi til veiða.

Allar hrognkelsaveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar nema að fengnu leyfi Fiskistofu samkvæmt 4. og 5. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Aðeins fiskiskip með aflahlutdeild í grásleppu á viðkomandi staðbundnu veiðisvæði skv. 1. mgr. 7. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, geta stundað þar veiðar. Fiskiskip með aflamark í grásleppu skal skráð innan staðbundins veiðisvæðis, þ.e. í heimahöfn og landa í löndunarhöfn innan veiðisvæðis, sbr. 7. gr. a. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Fiskiskipum með aflamark í grásleppu er heimilt að veiða með netum. Fiskiskip sem hafa leyfi til veiða með krókaaflamarki er óheimilt að stunda veiðar með rauðmaganetum, nema að fengnu leyfi Fiskistofu.

3. gr. Tímabil þegar veiðar eru óheimilar.

Frá 1. apríl til 14. júlí má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjöruborði, sbr. lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Veiðar eru óheimilar á tímabilinu 1. september til og með 19. maí næsta árs á veiðisvæði skv. 2. tölul. 1. mgr. 7. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, innan svæðis Breiðafjörður - Vestfirðir, sem afmarkast af eftirfarandi hnitum, samkvæmt línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar, 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V.

Óheimilt er að stunda veiðar með rauðmaganetum frá 16. júní til 31. desember.

4. gr. Lokunarsvæði.

Lokunarsvæði eru eftirfarandi:

  1. Innan svæðis á Faxaflóa, sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 64°50,00´N - 22°25,75´V
    2. 64°32,40´N - 21°51,40´V
    3. 64°26,00´N - 22°00,00´V
    4. 64°25,00´N - 22°20,00´V
    5. 64°36,00´N - 22°34,00´V
    6. 64°50,00´N - 22°32,00´V
  2. Innan svæðis á Breiðafirði, sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°04,80´N - 22°43,40´V Stykkishólmur
    2. 65°17,45´N - 22°21,90´V Skarðsstöð
    3. 65°25,45´N - 22°12,45´V Reykhólar
  3. Innan svæðis út af Rauðasandi, sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°32,80´N - 24°29,40´V
    2. 65°28,30´N - 23°56,00´V
    3. 65°26,50´N - 23°57,60´V
    4. 65°27,50´N - 24°07,00´V
    5. 65°29,00´N - 24°16,00´V
    6. 65°28,00´N - 24°27,00´V
    7. 65°29,00´N - 24°35,00´V
  4. Innan svæðis út af Kollsvík, sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°39,20´N - 24°29,34´V
    2. 65°38,95´N - 24°18,40´V
    3. 65°34,20´N - 24°22,00´V
    4. 65°34,55´N - 24°27,14´V
  5. Innan svæðis út af Tálknafirði, sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°48,75´N - 24°10,60´V
    2. 65°48,27´N - 24°04,67´V
    3. 65°45,34´N - 24°06,36´V
    4. 65°45,75´N - 24°12,50´V
  6. Innan svæðis út af Ströndum (Selsker-Óðinsboði), sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 66°28,00´N - 22°28,00´V
    2. 66°23,00´N - 21°42,00´V
    3. 66°10,50´N - 21°28,00´V
    4. 65°58,30´N - 21°40,00´V
  7. Innan svæðis út af Ströndum (Reykjarfjörður-Veiðileysufjörður), sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°58,00´N - 21°37,70´V
    2. 65°59,25´N - 21°23,00´V
    3. 65°56,20´N - 21°19,50´V
    4. 65°56,00´N - 21°36,80´V
  8. Innan svæðis út af Ströndum (út af Kaldbakshorni), sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°53,20´N - 21°16,00´V
    2. 65°51,40´N - 21°14,50´V
    3. 65°50,20´N - 21°15,00´V
    4. 65°49,80´N - 21°18,00´V
  9. Innan svæðis út af Ströndum (út af Bjarnarfirði), sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°46,70´N - 21°24,00´V
    2. 65°45,50´N - 21°14,00´V
    3. 65°44,70´N - 21°14,00´V
    4. 65°44,60´N - 21°21,00´V
  10. Innan svæðis innst í Húnaflóa, sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 65°45,50´N - 20°50,00´V
    2. 65°41,00´N - 20°42,00´V
    3. 65°21,00´N - 20°51,00´V
    4. 65°14,00´N - 21°10,00´V
    5. 65°29,00´N - 21°17,00´V
  11. Innan svæðis út af Skagatá sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 66°06,40´N - 20°23,00´V
    2. 66°08,20´N - 20°10,20´V
    3. 66°06,85´N - 20°10,00´V
    4. 66°05,00´N - 20°23,25´V
  12. Innan svæðis á Skagafirði (út af Ketubjörgum), sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 66°02,20´N - 19°57,85´V
    2. 66°02,20´N - 19°54,00´V
    3. 66°01,10´N - 19°54,00´V
    4. 66°01,20´N - 19°57,85´V
  13. Innan svæðis á Skagafirði (við Drangey), sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 66°02,20´N - 19°43,40´V
    2. 66°02,20´N - 19°39,00´V
    3. 65°55,90´N - 19°34,60´V
    4. 65°55,90´N - 19°42,00´V
  14. Innan svæðis á Skagafirði (á Málmeyjarsundi), sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

    1. 66°04,00´N - 19°36,80´V
    2. 66°04,00´N - 19°22,40´V
    3. 66°02,00´N - 19°26,00´V
    4. 66°02,00´N - 19°35,50´V

5. gr. Netamöskvi.

Grásleppunet skulu vera með möskva á bilinu 10,5 þumlunga (267 mm) til 11,5 þumlunga (292 mm) og net 12 möskva eða grynnri.

Rauðmaganet skulu vera með möskva á bilinu 7 þumlunga (178 mm) til 8 þumlunga (203 mm) og net 20 möskva eða grynnri.

6. gr. Vitjun neta.

Grásleppunet skulu dregin eigi síðar en þremur sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó. Frá þessu má aðeins víkja ef veður hamlar sjósókn með þeim hætti að ekki reynist unnt að vitja neta enda hafi skipstjóri sent Fiskistofu tilkynningu þar að lútandi á formi sem Fiskistofa ákveður.

7. gr. Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 151/1996, laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996 og laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79/1997.

8. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett skv. 2. mgr. 7. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 og 2. mgr. 7. gr. a. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Reglugerðin öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur úr gildi reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2024, nr. 223/2024.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir 1. mgr. 5. gr. er heimilt að nota grásleppunet með möskva á bilinu 10,5 þumlunga (267 mm) til 11,5 þumlunga (292 mm) og net 20 möskva eða grynnri til og með 31. ágúst 2026.

Matvælaráðuneytinu, 25. september 2024.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.