Þeir aðilar sem stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni (aðra en leigubílaakstur) þurfa til þess rekstrarleyfi. Almennt rekstrarleyfi er veitt til eftirfarandi flutninga:
Farþegaflutningar með hópbílum:
Bílar sem taka fleiri en 9 farþega
Farþegaflutningar með sérútbúnum bílum
Bílar sem eru skráðir torfærubílar (og eru með dekkjastærð að minnsta kosti 780 millimetra þvermál) fyrir 8 farþega og færri
Farþegaflutningar í tengslum við ferðaþjónustu
Bílar sem hefur ekki verið breytt og eru skráðir fyrir 8 farþega og færri. Leyfi frá Ferðamálastofu þarf að liggja fyrir
Ferlið
Sækja námskeið hjá Ökuskólanum í Mjódd
Sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu og skila inn öllum gögnum
Uppfylla skilyrði fyrir rekstrarleyfi
Bílar sem tilheyra rekstrinum eru skráðir í notkunarflokkinn Atvinnurekstur (RL)
Rekstrarleyfi gefið út til fimm ára eða til bráðabirgða vegna námskeiðs
Fylgigögn
Mikilvægt er að skila inn öllum fylgigögnum með umsókn.
Áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal umsækjanda um fullnægjandi fjárhagsstöðu.
Hægt er að óska eftir því í umsókn að Samgöngustofa sæki ársreikning fyrir lögaðila í ársreikningaskrá Skattsins (á ekki við um einstaklinga í atvinnurekstri eða fyrirtæki sem eru skráð sf., slf. eða svf.)Staðfesting á að opinber gjöld séu ekki í vanskilum - Island.is eða Skatturinn
Sakavottorð forráðamanns - Island.is
Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum
Listi yfir bílnúmer þeirra ökutækja sem tilheyra rekstrinum
Umsækjandi þarf að hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins en atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.
Farþegaflutningar í tengslum við ferðaþjónustu, óbreyttir bílar fyrir 8 farþega og færri: Leyfi ferðasala dagsferða eða ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu þarf að liggja fyrir og hver ferð þarf að vera að lágmarki hálfur dagur.
Frekari upplýsingar um fylgigögn er að finna undir skilyrði.
Afgreiðsla umsókna
Samgöngustofa gefur út rekstrarleyfi til fimm ára þegar öllum skilyrðum er fullnægt og greiðsla hefur borist
Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt, lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti
Afgreiðsla almenns rekstrarleyfis er allt að 15 virkir dagar
Kostnaður
Kostnaður við rekstrarleyfi er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 13.934 krónur
Kostnaður við leyfishafanámskeið fer eftir gjaldskrá ökuskóla
Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum

Þjónustuaðili
Samgöngustofa