Fara beint í efnið

Erlendir ferðaþjónustuveitendur með starfsemi á Íslandi

Ferðamálastofa, Samgöngustofa og Vinnumálastofnun hafa gefið út upplýsingarit fyrir erlenda ferðaþjónustuveitendur með starfsemi á Íslandi:

Rekstrarleyfi til farþegaflutninga á Íslandi

Rekstrarleyfishafar sem eru með leyfi frá landi innan EES-svæðisins geta keyrt með farþega í atvinnuskyni á Íslandi hafi þeir bandalagsleyfi frá sínu heimalandi. Þetta á eingöngu um hópbíla, bíla fyrir 9 farþega og fleiri, og er samkvæmt Evrópureglugerð EC nr. 1073/2009

Aðilar sem stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni á bílum sem eru fyrir 8 farþega og færri þurfa að sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu samkvæmt íslenskum lögum og reglum og skila inn viðeigandi gögnum frá sínu heimalandi. Gögnin þurfa að berast á ensku og skulu vera þýdd af löggiltum þýðanda ef upprunalega á öðru tungumáli. Sjá frekar um skilyrði rekstrarleyfis hér.

Það eru til tvenns konar leyfi fyrir bíla sem eru skráðir fyrir 8 farþega og færri:

  • Leyfi í tengslum við ferðaþjónus

    tu: Fólksbílar skráðir fyrir 8 farþega og færri. Ætlað fyrir ferðir sem eru að minnsta kosti hálfur dagur og skila þarf inn öryggisáætlun til Ferðamálastofu

  • Leyfi fyrir sérútbúna bíla: Bílar sem eru skráðir torfærubílar (og eru með dekkjastærð að minnsta kosti 780 millimetra þvermál) fyrir 8 farþega og færri

Eitt af skilyrðum leyfis er að lögheimili forráðamanns sé skráð innan Evrópska efnahagssvæðisins og geta aðilar utan EES því ekki fengið útgefið slíkt leyfi á Íslandi. Þeir aðilar sem ekki geta fengið rekstrarleyfi til farþegaflutninga af þessum sökum geta ráðið til sín aðila með rekstrarleyfi til að sjá um aksturinn. Listi yfir rekstrarleyfishafa er hér.

Ökumaður þarf að vera með viðeigandi ökuréttindi hverju sinni, til að mega keyra með farþega í atvinnuskyni eða með tákntölu 95 í ökuskírteini.

Ef umsækjandi ætlar sér að notast við bílaleigubíla þurfa þeir að vera með gilda leyfisskoðun og viðeigandi leyfismiða í framrúðu. Ef umsækjandi ætlar að notast við bíla á erlendum skráninganúmerum þarf bíllinn að undirgangast leyfisskoðun hjá skoðunarstöð á Íslandi gegn staðfestingu frá Samgöngustofu í lok umsóknarferlis.

Hægt er að lesa frekar um rekstrarleyfi hér.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa