Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rekstrarleyfi til farþegaflutninga

Umsókn um rekstrarleyfi til farþegaflutninga / Endurnýjun

Leyfishafanámskeið

Til að uppfylla skilyrði um starfshæfni þarf forráðamaður leyfisins að hafa lokið leyfishafanámskeiði. Ökuskólinn í Mjódd heldur slíkt námskeið.

Heimilt er að veita undanþágu frá námskeiðinu, að hluta eða í heild, ef forráðamaður getur sýnt fram á annaðhvort:

  • Að hafa lokið prófi í einhverri þeirra greina sem um getur í námskrá

  • Að hafa að minnsta kosti tíu ára starfsreynslu í rekstri

Samgöngustofa getur gefið út bráðabirgðaleyfi til umsækjanda til allt að eins árs á meðan sótt er námskeið til að fullnægja skilyrði um viðeigandi starfshæfni.

Umsókn um rekstrarleyfi til farþegaflutninga / Endurnýjun

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa