Sá sem fullnægir öllum eftirfarandi skilyrðum getur fengið rekstrarleyfi fyrir leigubíl.
Skilyrði umsækjanda
Lögheimili innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
21 árs aldur
Almenn ökuréttindi í minnst þrjú ár (almennt bílpróf, B-réttindi)
Réttindi til aksturs í atvinnuskyni (B-far)
Námskeið fyrir atvinnu- og rekstrarleyfishafa (þarf að standast próf)
Gott orðspor (metið út frá sakavottorði)
Afgreiðsla á leigubílastöð . Þó getur rekstrarleyfishafi með einn leigubíl getur verið sín eigin stöð
Staðfesting á að umsækjandi sé ekki í gjaldþrotaskiptum og sé fjár síns ráðandi (búsforræðisvottorð)
Opinber gjöld ekki í vanskilum
Skilyrði bíls
Umsækjandi er einn eigandi eða einn umráðamaður bíls sem á að nota sem leigubíl
Bíllinn tryggður sem leigubíll
Þegar öll gögn hafa verið móttekin og metin fullnægjandi er gefin út staðfesting fyrir breytingaskoðun. Þá skal fara með bílinn í breytingaskoðun á skoðunarstöð þar sem hann verður skráður leigubíll í ökutækjaskrá. Rekstrarleyfið er ekki gefið út fyrr en þessu skrefi er lokið.
Skilyrði ef rekstrarleyfishafi ætlar ekki að vera skráður á leigubílastöð
Halda rafræna skrá sem geymir gervihnattaupplýsingar um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar og staðsetningu á meðan ferðinni stendur. Upplýsingar skulu geymdar í að minnsta kosti 60 daga frá því ferð var ekin.
Tryggja að bílstjóri sem keyrir bílinn hverju sinni sé skráður í gagnagrunn Samgöngustofu og sé með akstursheimild ef bílstjóri er annar en rekstrarleyfishafi.
Sjá nánar Lög um leigubifreiðaakstur
Þjónustuaðili
Samgöngustofa