Fara beint í efnið

Reglur um leigubíla

Aðilar sem fara með framkvæmd laga um leigubíla

Eftirfarandi er umfjöllun um helstu aðila sem fara með framkvæmd laga um leigubifreiðar.  

Ráðherra  

Fer með yfirstjórn leigubifreiðaaksturs samkvæmt lögunum.  

Samgöngustofa   

Fer með framkvæmd laganna og stjórnvaldsfyrirmæla sem eru sett samkvæmt þeim. Undir starfssvið hennar fellur meðal annars útgáfa atvinnuleyfa og rekstrarleyfa, eftirlit með leyfishöfum og námskeiðahald. Þá sér samgöngustofa um að reka rafrænan gagnagrunn sem skal meðal annars geyma upplýsingar um hverjir hafa leyfi, skráningarnúmer leigubifreiðar sem heyrir undir rekstrarleyfi o.fl.  

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun  

Fer með löggildingu gjaldmæla og eftirlit með þeim samkvæmt lögum um mælingar, mæligrunna og vigtunarmenn.  

Neytendastofa  

Fer með eftirlit með verðupplýsingum leigubifreiðaþjónustu.  

Lögregla  

Brot gegn ákvæðum laganna geta sætt rannsókn lögreglu, hvort sem er að frumkvæði lögreglu eða að undangenginni kæru Samgöngustofu.  

Lögreglu er heimilt hvenær sem er að stöðva ökutæki sem falla undir lögin og kanna hvernig flutning sé um að ræða og hvort hann sé í samræmi við ákvæði laganna.  

Leyfishöfum er skylt að verða við fyrirmælum lögreglu í tengslum við eftirlit hennar. Ef um leyfisskyldan flutning er að ræða sem fer fram án tilskilins leyfis er lögreglu heimilt að fyrirskipa kyrrsetningu ökutækis.  

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa