Fara beint í efnið

Hvað eru rafrænar þinglýsingar?

Þinglýsing felur í sér opinbera skráningu réttinda á eignum til þess að þau njóti réttarverndar gagnvart þriðja manni. Algengt er að skjöl sem varða eigendaskipti og lán fyrir fasteignum séu færð til þinglýsingar sem og bílalán sem gefa lánveitanda veð í ökutækinu á móti láninu. Hingað til hefur þessi þjónusta falið í sér ferðir á afgreiðslustaði Sýslumanna, og stimplanir á útprentuð frumrit á pappír sem hægir verulega á áfgreiðsutíma og frágangi fasteigna og bílakaupa.

Verkefnið um rafrænar þinglýsingar snýst um að setja upp miðlægan bakenda og gera þinglýsingabeiðendum, sem gjarnan eru fjármálafyrirtæki og fasteignasölur, kleift að ganga frá þinglýsingu með rafrænum og sjálfvirkum hætti. Með því má ganga frá þinglýsingu nauðsynlegra skjala á nokkrum mínútum og án ferðalaga á afgreiðslustaði Sýslumanna um allt land.

Verkefnið hefur verið í þróun frá árinu 2019 og er samstarfsverkefni Stafræns Íslands, sýslumanna, Dómsmálaráðuneytisins, Þjóðskrár Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rafrænar þinglýsingar eru lykilþáttur í að Ísland verði fremst í flokki í stafrænni stjórnsýslu. Lesa má nánar um verkefnið og helstu áfanga þess.

Markmið

Markmiðið er að allar þinglýsingar verði með rafrænu viðmóti, þannig að senda megi rafrænt inn gögn, hvort sem undirritun verður rafræn eða handvirk.

Stefnt er að því að 80% allra þinglýsinga verði afgreidd með sjálfvirkum hætti að hluta eða í heild.

Verkþættir

Verkefninu er skipt niður í fimm strauma

  1. Greining og samskipti við hagsmunaaðila

  2. Hugbúnaðarþróun - vefþjónustur

  3. Undanfarar og lagfæringar á gögnum

  4. Lög um þinglýsingar og gjöld vegna þeirra

  5. Lög um veðskuldabréf

Helstu áfangar

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15