Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Með rafrænum þinglýsingum gefst fasteignasölum tækifæri á að veita stórbætta og skjótari þjónustu og um leið draga úr kostnaði við handvirka þinglysingu pappírsskjala.

Með rafrænum þinglýsingum gefst fasteignasölum tækifæri til að veita stórbætta og skjótari þjónustu og um leið draga úr kostnaði við handvirka þinglýsingu pappírsskjala. Meðal ávinnings má nefna:

  • Aukið öryggi og betri athuganir á gögnum fyrir þinglýsingu

  • Forgangsáhrif

  • Aukinn hraði í viðskiptum

  • Minna umstang vegna ferðalaga með pappírsskjöl

  • Aukið öryggi í rafrænum undirritunum og viðskiptum

  • Mæta betur kröfum notenda um þróun þjónustu

  • Jákvæð umhverfisáhrif og samfélagslega ábyrgð

Lesa skilmála varðandi tengingu við rafrænar þinglýsingar.

Hvernig geta fasteignasalar tekið þátt?

Umsókn um vefþjónustuaðgang að rafrænum þinglýsingum

  1. Gakktu úr skugga um að kerfi fasteignasölunnar geti sent skjöl rafrænt til þinglýsingar. Þjónustuaðili kerfisins getur veitt upplýsingar um það.

  2. Prókúruhafi fasteignasölunnar sækir um aðgang að vefþjónustu rafrænna þinglýsinga (hlekkur hér að ofan).

  3. Tengdu kerfi fasteignasölunnar við vefþjónustuna fyrir rafræna þinglýsingu

  4. Í samráði við þjónustuaðila kerfisins þarf hver og ein fasteignasala að senda inn skjöl á prófanaumhverfi til rýni áður en heimild er veitt fyrir notkun á raunumhverfi rafrænna þinglýsinga.

  5. Þegar prófanir hafa staðist getur fasteignasalan stytt þinglýsingaferlið og nýtt rafræna þinglýsingu í stað hefðbundins ferlis.

Hvernig geta hugbúnaðarhús með kerfi fyrir fasteignasala tekið þátt ?

Hugbúnaðarhús geta fengið aðgang að prófanaumhverfi og swagger skjölun.

Lesa nánar um prófunarumhverfið.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9.30 - 15
Fös. 9:30 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15