Rafrænar þinglýsingar
Stjórnskipulag verkefnisins
Stýrihópur
Stýrihópur verkefnis fylgist með framgangi og er eigandi þess. Hópurinn er formlega skipaður af dómsmálaráðherra af eftirfarandi meðlimum:
Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmtastjóri Stafræns Íslands (formaður stýrihóps)
Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri, Dómsmálaráðuneytið
Steindór Dan Jensen, sérfræðingur, Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi og formaður sýslumannaráðs
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Ábyrgð, fjármögnun og stýring verkefnisins er í höndum Stafræns Íslands.
Vinnuhópur og samstarfsaðilar
Vinnuhópurinn er skipaður þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hefur það hlutverk að leysa tækni- og lagalegar hliðar þannig að hægt verði að þinglýsa rafrænt.
Vinnuhópurinn er skipaður sérfræðingum frá Prógramm, Intellecta, Direkta, sýslumönnum, húsnæðis- og mannvirkjastofnun og dómsmálaráðuneytinu.
Þjónustuaðili
Sýslumenn