Rafrænar þinglýsingar
Stjórnskipulag verkefnisins
Stýrihópur
Stýrihópur verkefnis fylgist með framgangi og er eigandi þess. Hópurinn er formlega skipaður af dómsmálaráðherra af eftirfarandi meðlimum:
Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, Vörustjóri, Stafrænt Ísland (formaður stýrihóps)
Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri, Dómsmálaráðuneytið
Steindór Dan Jensen, sérfræðingur, Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi og formaður sýslumannaráðs
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Ábyrgð, fjármögnun og stýring verkefnisins er í höndum Stafræns Íslands. Vörustjóri og ábyrgðarmaður verkefnisins hjá verkefnastofunni er Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, vörustjóri, Stafrænt Ísland.
Vinnuhópur og samstarfsaðilar
Vinnuhópurinn er skipaður þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hefur það hlutverk að leysa tækni- og lagalegar hliðar þannig að hægt verði að þinglýsa rafrænt.
Vinnuhópurinn er skipaður sérfræðingum frá Prógramm, Intellecta, Júní, Direkta, sýslumönnum, húsnæðis- og mannvirkjastofnun og dómsmálaráðuneytinu.
Þjónustuaðili
Sýslumenn