Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvað er pakkavirkni?

Pakkavirkni gerir kleift að sameina tengdar færslu í einn pakka sem þinglýst er í einu lagi. Þetta eykur skilvirkni og dregur úr villuhættu þegar margar færslur tengjast sömu viðskiptum eða eign.

Dæmi um slíkt eru:

  • Fasteignaviðskipti þar sem kaupsamningur, veðskjöl og veðleyfi fylgja saman.

  • Veðskuldabréf þar sem veðleyfi fylgir með sem hluti af sama pakka.

Hvað er pakkaþjónusta?

Pakkaþjónusta er tæknileg lausn sem gerir ábyrgðaraðila (t.d. fasteignasala eða banka) kleift að:

  • Stofna pakka og skilgreina hvaða aðilar og færslur eiga að tilheyra honum.

  • Safna skjölum frá mismunandi aðilum sem tengjast sömu þinglýsingu.

  • Villuprófa færslur bæði stakar og sem heild áður en þau eru sendar til rafrænnar þinglýsingar.

  • Senda pakkann í einu lagi til rafrænnar þinglýsingar hjá sýslumanni.

Hvernig virkar pakkavirkni?

  1. Stofnun pakka: Ábyrgðaraðili stofnar pakka og skilgreinir þátttakendur og tegundir færslna sem eiga að fylgja.

  2. Innsending færslna: Þátttakendur skrá sínar færslur í pakkann, t.d. banki A skráir veðskuldabréf og banki B veðleyfi.

  3. Villuprófun: Þegar allar færslur eru komin í pakkann er hægt að villuprófa hann í heild.

  4. Þinglýsing: Ef allt er í lagi fer pakkinn í sjálfvirka þinglýsingu. Ef upp koma álitamál fer hann í handvirka meðferð hjá sýslumanni.

  5. Frávísun eða samþykki: Ef einhverjar færslur eru ekki í lagi eru allar færslur afturkallaðar, nema í undantekningum þegar mögulegt er að þinglýsa að hluta í handvirkri meðferð.

Staða útgáfu og prófanir

  • Pakkaþjónustur fyrir kaupsamninga og veðskjöl (veðleyfi) verða gefnar út í raunumhverfi þann 12. ágúst 2025.

  • Þjónusturnar eru þegar aðgengilegar í prófanaumhverfi, og við hvetjum hugbúnaðarhús og þinglýsingabeiðendur til að hefja eða halda áfram prófunum.

Myndræn útskýring

  • Notendaflæði kaupsamnings: sýnir hvernig notendur upplifa ferlið.

    Notendaflæði Pakkaþjónustu rafrænna þinglýsinga

    Sjá mynd í fullri stærð

  • Kerfisflæði: sýnir tæknilega virkni og samskipti milli kerfa.

Sjá mynd í fullri stærð

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9.30 - 15
Fös. 9:30 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15