Fara beint í efnið

Húsnæðismál

Mat fasteigna

Allar fasteignir í landinu eru skráðar og metnar til fasteigna- og brunabótamats hjá Þjóðskrá Íslands.

Um fasteignir    

Vefsjá, verðsjá og talnaefni

Fasteignamat

Fasteignamat er mat á verðmæti húss og lóðar sem áætlað er út frá gangverði svipaðra eigna á markaði.

Fasteignamat er uppfært árlega í samræmi við þróun fasteignaverðs og fá fasteignaeigendur ávallt tilkynningu um breytingar á því.

Eftirtalin opinber gjöld eru reiknuð út frá fasteignamati:

  • fasteignagjöld,

  • erfðafjárskattur og

  • stimpilgjöld vegna þinglýsingar kaupsamninga.

Nánar um fasteignamat

Brunabótamat

Sækja verður um brunabótamat innan fjögurra vikna frá því að nýtt húsnæði er tekið í notkun. Fyrsta mat er gjaldfrítt. 

Brunabótamat er vátryggingarfjárhæð húseignar eða áætlaður kostnaður við að endurbyggja eign sem eyðileggst í eldi.

Iðgjöld brunatrygginga eru miðuð við brunabótamat.

Brunabótamat er gjaldstofn eftirtalinna opinberra gjalda:

  • gjalds í ofanflóðasjóð,

  • viðlagatryggingagjalds og

  • brunabótamatsgjalds.

Nánar um brunabótamat

Endurmat og fleira

Ef húseigandi telur að verðmæti eignar hafi aukist vegna endurbóta er honum skylt að óska eftir endurmati.

Ef eigandi fasteignar hefur athugasemdir við gildandi fasteignamat má krefjast úrskurðar Þjóðskrár Íslands.

Hækkun á brunabótamati getur leitt til hækkunar á fasteignamati og hækka þá opinber gjöld og iðgjöld til samræmis.

Lánastofnanir nota gjarnan brunabóta- eða fasteignamat til að ákvarða veðhlutfall húseigna, það er hversu há lán þær veita út á eignina.

Til minnis

Gæta þess að bygging í smíðum sé brunatryggð samkvæmt reglum og að tryggingafélagi sé gert viðvart þegar byggingu er lokið.

Sækja um brunabótamat innan fjögurra vikna frá því nýtt húsnæði er tekið í notkun.

Óska eftir endurmati hafi verðmæti húseignar aukist vegna endurbóta.

Tilkynna vátryggingafélagi tjón án tafar. Sé það ekki gert innan árs frá því að kröfuhafi veit um atburðinn, fellur bótaréttur niður.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir