Fara beint í efnið

Húsnæðismál

Brunabótamat, beiðni um fyrsta mat

Brunabótamat er vátryggingarfjárhæð húseigna sem iðgjöld lögbundinna brunatrygginga taka mið af. Húseign skal metin brunabótamati ekki síðar en fjórum vikum eftir að byggingu hennar lýkur eða eftir að hún er tekin í notkun. Eigandi ber ábyrgð á að óska eftir brunabótamati.

Nýtt brunabótamat


Þjóðskrá vinnur fyrsta brunabótamat út frá fyrirliggjandi gögnum. Gögn sem notast er við eru teikningar og byggingarlýsing hönnuða. Brunabótamat er þá sett á miðað við meðalgæði á sambærilegu húsnæði.

Beiðni um nýtt brunabótamat

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá Íslands