Fara beint í efnið

Brunabótamat

Beiðni um fyrsta brunabótamat

Þegar eign er tekin í notkun, eða er skráð fullgerð, fær eigandi senda tilkynningu um að fyrirhugað sé að gera brunabótamat út frá fyrirliggjandi gögnum (hönnunargögnum og skráningu eignarinnar). Með tilkynningunni er eiganda gefnar 4 vikur til að koma á framfæri ítarlegum upplýsingum um eignina svo að brunabótamatið endurspegli sem best virði hennar.

Ekki má taka eign í notkun fyrr en öryggisúttekt hefur farið fram af byggingarfulltrúa í viðkomandi sveitarfélagi og því getur eign ekki fengið brunabótamat fyrr.

Dæmi um hluti sem gæti þurft að koma á framfæri

  • Ef magn innréttinga er annað en kemur fram á teikningum.

  • Dýr borðplata í eldhúsi.

  • Sólpallur.

  • Skjólveggir.

  • Heitur pottur.

  • Hvers kyns dýrari frágangur en venjulegt er.

Sækja um fyrsta brunabótamat

Umsókn um fyrsta brunabótamat (einstaklingar)

Umsókn um fyrsta brunabótamat (lögaðilar)

Með umsókninni þarf að fylgja:

Þegar þú hefur sent umsóknina er birt staðfesting á móttöku. Ef upplýsingar vantar er haft samband með tölvupósti en ef þú vilt bæta við upplýsingum getur þú sent á netfangið brunabotamat@hms.is.

Fyrsta brunabótamat er gjaldfrjálst.

Afgreiðsla á beiðni

Þú færð tilkynningu um nýtt brunabótamat með hnippi á island.is. Afgreiðslutími fer eftir umfangi en er að jafnaði 5–10 virkir dagar.

Í kjölfarið uppfærist brunatryggingin þín hjá þínu tryggingarfélagi.

Skipulagsgjald

Eigandi þarf að greiða skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar nýbygging er reist. Þetta gjald er hugsað handa sveitarfélögum til að standa straum af kostnaði við skipulagningu lóða.

Skipulagsgjald er innheimt af Skattinum á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn annast innheimtu utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjá nánar um skipulagsgjald