Fara beint í efnið

Athugasemd við drög að áætlun eignamarka

HMS annast skráningu í landeignaskrá og getur áætlað eignamörk á grundvelli opinberra heimilda, 
ef upplýsingar um stærð og eignamörk lands skortir.
Drög að áætlun eignamarka eru send í stafrænt pósthólf landeiganda gegnum Ísland.is.
Landeigendum og öðrum hlutaðeigandi gefst þá kostur á að koma fram með ábendingar, svo sem um túlkun á staðsetningu örnefna, eða leggja til frekari gögn sem ekki lágu fyrir áður, ásamt athugasemdum byggðum á þeim.

Frestur til að skila inn athugasemd við áætlun eignamarka er 6 vikur frá birtingu hennar.

Athugasemd við drög að áætlun eignamarka

Upplýsingar og gögn sem þurfa að fylgja athugasemdinni:

  • Upplýsingar um einstaklinginn sem gerir athugasemdina

  • helstu upplýsingar um jörðina

  • útlistun á athugasemdinni

  • viðeigandi gögn til rökstuðnings

HMS tekur athugasemd til afgreiðslu en ekki er gert ráð fyrir að einstaka athugasemd verði svarað.
Athugasemdir geta leitt til þess að drögum að áætluðum landamerkjum verði breytt, þau haldist óbreytt eða að til verða svæði sem flokkast undir óljóst eignarhald.

Þar sem eignarhald lands er óljóst eða þar sem deilur eru um merki, munu áætluð merki einfaldlega sýna óvissuna.  
HMS mun ekki leysa úr deilum eða teikna merki milli jarða ef heimildir eru ekki skýrar um legu þeirra. Landeigendur geta farið í sáttameðferð hjá sýslumanni til að leysa deilumál. Nánar um óljóst eignarhald.

Nánari upplýsingar um verkefnið áætlun eignamarka.