Bráðabirgðaleyfi til að starfa sem merkjalýsandi
Merkjalýsendur mæla merki fasteigna, gera merkjalýsingar og skrá merki í fasteignaskrá.
Merkjalýsendur verða að hafa sótt námskeið og staðist próf til að fá úthlutað leyfi til að starfa sem merkjalýsandi.
Leyfisveiting til 5 ára er ekki hafin og því er hægt að sækja um bráðabirgðaleyfi sem merkjalýsandi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Námskeið (fjarnám á netinu) stendur yfir í sumar og fram á haust fyrir þá sem fá bráðabirgðaleyfi.
Sækja þarf um bráðabirgðaleyfi fyrir 1. október 2024.
Bráðabirgðaleyfi gildir þar til leyfishafi hefur sótt námskeið og fengið útgefið leyfi, en þó ekki lengur en til 1. júní 2025.
Skilyrði
Þú þarft að uppfylla annað eða bæði skilyrði um starfsreynslu:
Þú hefur starfað hjá sveitarfélagi eða öðrum opinberum aðilum við stofnun og skráningu fasteigna
Þú hefur starfað við að útbúa landamerkjalýsingar og önnur skjöl til afmörkunar fasteigna
Búið er að loka fyrir umsóknir
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun