Fjölgun landeigna í Fasteignaskrá
Ef þú ert að skipta upp landi til að búa til nýja lóð eða nýtt land, þarftu að ráða merkjalýsanda í verkið.
Ferill skráningar er að eigendur lands og merkjalýsandi skoða skráningu fasteigna sem skipta á upp og mæla upp ný landamerki. Hér má finna lista yfir merkjalýsendur.
Upplýsingar um fasteignir
Í Fasteignaskrá er hægt að finna fasteignanúmer og fleiri upplýsingar út frá heimilisfangi.
Einnig er hægt að sjá upplýsingar úr Fasteignaskrá á Mínum síðum á Ísland.is.
Í Mannvirkjaskrá er hægt er að finna nákvæmar upplýsingar um fasteignir, meðal annars teikningar af húsum og lóðum.
Umsókn
Kostnaður
35.200 krónur fyrir hvert nýtt land- eða fasteignanúmer.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun