Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjölgun fasteigna í Fasteignaskrá

Ef þú ert að fjölga fasteignum í fjöleignahúsi (fjölbýlishús með íbúðum í eigu mismunandi aðila) eða að bæta við íbúð í eigin húsi eða fasteign á eigin lóð, þarftu að greiða fyrir skráningu á nýju fasteignanúmeri í Fasteignaskrá hjá HMS.

  • Aðkoma skipulags-og/eða byggingarfulltrúa viðeigandi sveitarfélags er nauðsynleg. Í flestum tilfellum er þegar búið að samþykkja aðaluppdrætti eða skila inn drögum að eignaskiptayfirlýsingu til byggingarfulltrúa viðeigandi sveitarfélags, til samræmis við byggingarleyfi eða samþykkta deiliskipulagsheimild.

  • Eftir að greiðsla hefur borist mun byggingarfulltrúi í þínu sveitarfélagi taka erindið til afgreiðslu og skrá og útdeila nýjum fasteignanúmerum.

Upplýsingar um fasteignir

  • Í Fasteignaskrá er hægt að finna fasteignanúmer og fleiri upplýsingar út frá heimilisfangi.

  • Einnig er hægt að sjá upplýsingar úr Fasteignaskrá á Mínum síðum á Ísland.is.

  • Í Mannvirkjaskrá er hægt er að finna nákvæmar upplýsingar um fasteignir, meðal annars teikningar af húsum og lóðum.

Umsókn

Greiða fyrir stofnun fasteigna í Fasteignaskrá - einstaklingar

Ekki er hægt að nota innskráningu sem prókúruhafi.
Einungis er hægt að greiða með greiðslukorti í gegnum þessa umsókn. Ef þú vilt fá greiðsluseðil í heimabanka, hafðu samband með viðeigandi upplýsingum á netfangið esk@hms.is.

Í umsókninni þarf að koma fram:

  • Fasteignanúmerið á upprunalegri eign. Aðrar upplýsingar tengdar fasteignanúmerinu eru sjálfkrafa fylltar út.

  • Hversu mörgum nýjum fasteignum þú ætlar að bæta við í fasteignaskrá og er greiðslan í samræmi við það. Það þarf ekki að greiða fyrir fasteignanúmerið sem nýju eignirnar eru myndaðar úr.

  • Netfang.

Eftir að umsóknin hefur verið sett í körfu getur þú gengið frá pöntuninni og fyllt inn greiðslukortaupplýsingar til að greiða.

Fjöleignarhús

Ef þú ert að stofna nýja fasteign í fjöleignarhúsi þarftu í kjölfarið að gera eignaskiptayfirlýsingu með nýjum fasteignanúmerum og þinglýsa hjá sýslumanni.

Kostnaður

35.200 krónur fyrir hvert nýtt fasteignanúmer.