Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjölgun fasteigna í Fasteignaskrá

  • Þegar verið er að fjölga fasteignum í fjölbýlishúsi, bæta við íbúð í eigin húsi eða fasteign á eigin lóð, þarf að sækja um ný hjá byggingarfulltrúa sveitafélagsins til að stofna nýtt fasteignanúmer.

  • Greiða þarf skráningargjald fyrir hvert nýtt fasteignanúmer sem er stofnað samkvæmt gjaldskrá HMS. kr. 35.200 fyrir hvert nýtt fasteignanúmer.

  • Einungis er tekið við greiðslum með greiðslukorti. Fyrir aðrar greiðsluleiðir er bent á að hafa samband með viðeigandi upplýsingum á netfangið esk@hms.is.

Greiða fyrir fjölgun fasteigna í Fasteignaskrá

Upplýsingar um fasteignir

  • Í Fasteignaskrá er hægt að finna fasteignanúmer og fleiri upplýsingar út frá heimilisfangi.

  • Einnig er hægt að sjá upplýsingar úr Fasteignaskrá á Mínum síðum á Ísland.is.

  • Í Mannvirkjaskrá er hægt er að finna nákvæmar upplýsingar um fasteignir, meðal annars teikningar af húsum og lóðum.

Kostnaður

35.200 krónur fyrir hvert nýtt fasteignanúmer.