Fara beint í efnið

Löggilding rafverktaka

Sækja um löggildingu rafverktaka

Umsókn um löggildingu rafverktaka

Ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og starfsreynslu getur þú sótt um löggildingu rafverktaka á Mínum síðum HMS.  Þú velur hvers konar löggildingu þú vilt fá, fyllir inn persónuupplýsingar og hvort starfsemin sé á þinni kennitölu eða fyrirtækis.

Skilyrði um menntun og starfsreynslu

Til að fá löggildingu rafverktaka verður þú að hafa 2 ára starfsreynslu við hönnun eða setningu viðkomandi rafvirkjunarstarfa (háspennu eða lágspennu) og menntun sem uppfyllir eitt af eftirfarandi:

  • Sveinsbréf í rafvirkjun og lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniskóli Íslands og Tækniháskóli Íslands), eða öðrum viðurkenndum skóla.

  • Sveinsbréf í rafvirkjun og lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla.

  • Fullnaðarpróf frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræði- eða verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði).

Fylgigögn

  • Staðfesting á menntun (sveinsbréf eða prófskírteini eins og við á).

  • Staðfesting á starfsreynslu eftir sveinspróf, undirrituð af vinnuveitanda.

  • Vottorð Vinnueftirlitsins um aðstöðu (verkstæði, aðgangur að eldhúsi og salerni).

Þú getur fyllt inn nánari upplýsingar í umsóknina ef þér finnst þörf vera á, til dæmis vegna útskýringa á námi erlendis. Í lokin þarftu að staðfesta að þú munir vinna eftir tilskyldu öryggisstjórnunarkerfi.

Þú færð staðfestingartölvupóst þegar umsókn hefur verið send inn. Ef einhverjar upplýsingar vantar mun HMS hafa samband við þig með tölvupósti.

Umsókn samþykkt

Þú færð tölvupóst um leið og umsókn hefur verið samþykkt. Næsta skref er að fá faggilta skoðunarstofu til að skoða öryggisstjórnunarkerfið þitt. Skoðunarstofan skilar skýrslu um öryggisúttektina beint til HMS. Ef athugasemdir eru í skýrslunni mun HMS hafa samband við þig. Þegar þú hefur gert lagfæringar sendir þú upplýsingar um það til HMS.

Skoðunarstofur með faggildingu og starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru þrjár:

Skoðunarstofa

Sími

Frumherji hf.

570 9270

Rafskoðun ehf.

551 4500

BSI á Íslandi ehf

414 4444

Þú færð tölvupóst þegar löggildingarskjalið er tilbúið og krafa birtist í heimabankanum þínum. Þegar þú hefur greitt gjaldið færðu sendan tölvupóst með rafrænu skjali og skjal á pappírsformi mun berast til þín með bréfpósti nokkrum dögum síðar.

Umsókn synjað

Ef þú uppfyllir ekki skilyrðin eða einhver gögn vantar eða krefjast nánari útskýringar verður haft samband við þig með tölvupósti.

Kostnaður

Gjald fyrir útgáfu löggildingar er 12.000 krónur.

Ertu ekki með rafræn skilríki? Þá getur þú skilað þessu eyðublaði með tölvupósti á hms@hms.is eða á skrifstofu HMS, Borgartúni 21, 105 Reykjavík.