Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Löggilding skjalaþýðenda og dómtúlka

Umsókn um að taka próf til þess að öðlast löggildingu sem skjalaþýðandi og dómtúlkur

Eyðublað til útprentunar

Skilyrði fyrir umsókn

  • Að vera lögráða og þannig kominn andlega að viðkomandi sé fær um túlkun og þýðingar

  • Greiðsla prófgjalds

Heimilt er að synja manni um löggildingu ef hann hefur verið dæmdur í sakamáli fyrir brot sem varðar sviptingu löggildingar.

Umsókn

Umsóknir skulu berast Sýslumanninum í Vestmannaeyjum á netfangið skjalathydendur@syslumenn.is eða í pósthólf 136, 902 Vestmannaeyjum.

Umsókn skal fylgja kvittun fyrir greiðslu prófgjalds.   

Kostnaður

Prófgjald 2021 hefur ekki verið ákveðið. Prófgjaldið 2020 var 296.000 kr. fyrir þá sem taka prófið í fyrsta sinn í báðar áttir, það er af íslensku og á íslensku, en 222.000 kr. fyrir þá sem taka prófið aðeins í aðra áttina eða endurtaka prófið. 

Innifalið í prófgjaldinu er kynningarfundur og námskeið. 

Prófgjaldið greiðist inn á reikning Sýslumannsins í Vestmannaeyjum;

Reikningsnr: 0582-26-2

Kennitala :490169-7339.

 Að prófi loknu skal greiða gjald fyrir útgáfu löggildingarskírteinis 11.000 kr.

Fyrirkomulag námskeiðs

Námskeiðin eru auglýst að sumri og þá liggur fyrir hvert prófgjaldið verður. Námskeiðin eru haldin annað hvert ár, næst að hausti 2021.  Námskeiðið er haldið á vegum Þýðingamiðstöðvar Háskóla Íslands og fer fram í Reykjavík.   

Námskeiðið samanstendur af kynningarfundi, undirbúningsnámskeiði og lýkur með löggildingarprófi. 

Kynningarfundur

Kynningarfundur verður að öllu óbreyttu haldinn í september 2021.

Undirbúningsnámskeið

Undirbúningsnámskeiðið fer fram að öllu óbreytt haustið 2021.  Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið, nema þeir hafi áður þreytt prófin.

Löggildingarpróf

Fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur er haldið annað hvert ár undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarmiðstöðvar Háskóla Íslands og verður að öllu óbreyttu haldið næst í febrúar 2022.

Heimilt að veita löggildingu til skjalaþýðingar á grundvelli erlendrar löggildingar, enda taki sú löggilding til íslensku.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér um löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda á landsvísu .

Skrá yfir löggilta skjalaþýðendur og dómtúlka - Sjá hér

Dómtúlkar og skjalaþýðendur skulu tilkynna sýslumanni hvar starfsstöð þeirra er og breytingar á henni. Hlutaðeigandi sýslumaður skal halda skrá um þá sem hafa löggildingu samkvæmt lögum þessum.

Umsókn um að taka próf til þess að öðlast löggildingu sem skjalaþýðandi og dómtúlkur

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Sýslu­mað­urinn í Vest­manna­eyjum