Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Löggilding skjalaþýðenda og dómtúlka

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér um löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda á landsvísu.

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur er haldið annað hvert ár undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands sem verður að öllu óbreyttu haustið 2025.
Námskeiðið og kynningarfundurinn er haldið að Neshaga 16, jarðhæð, Reykjavík og í fjarfundi á Microsoft Teams.

Skilyrði fyrir umsókn

  • Að vera lögráða og þannig kominn andlega að viðkomandi sé fær um túlkun og þýðingar

  • Greiðsla prófgjalds

Heimilt er að synja manni um löggildingu ef hann hefur verið dæmdur í sakamáli fyrir brot sem varðar sviptingu löggildingar.

Umsókn

Umsóknir skulu berast Sýslumanninum í Vestmannaeyjum á netfangið skjalathydendur@syslumenn.is eða í bréfpósti á:
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Pósthólf 136
902 Vestmannaeyjum.

Umsókn skal fylgja kvittun fyrir greiðslu prófgjalds.   

Kostnaður

Prófgjald 2024 er 393.000 krónur fyrir þá sem taka prófið í fyrsta sinn bæði af íslensku og á íslensku, en 295.000 krónur fyrir þá sem taka prófið aðeins í aðra áttina eða endurtaka prófið.
Innifalið í prófgjaldinu er kynningarfundur og námskeið.
Prófgjaldið greiðist inn á reikning Sýslumannsins í Vestmannaeyjum, 0582-26-2, kennitala 490169-7339.
Að prófi loknu skal greiða gjald fyrir útgáfu löggildingarskírteinis 12.000 krónur.

Fyrirkomulag námskeiðs

Námskeiðið er haldið á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands.  

Námskeiðið samanstendur af kynningarfundi, undirbúningsnámskeiði og lýkur með löggildingarprófi. 

Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir verðandi próftaka verður haldinn að Neshaga 16, jarðhæð, og í fjarfundi á Microsoft Teams, að öllu óbreyttu í ágúst 2025.

Undirbúningsnámskeið

Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið, nema þeir hafi áður þreytt prófin.

Prófstjórn hefur fundað og hefur sett niður kennsludaga á námskeiði haustið 2025 og prófdaga á næsta ári í febrúar 2026

  • 19/9 Kynningarfundur kl. 10-12

  • 3/10 Kennsla kl. 10-16

  • 17/10 Kennsla kl. 10-16

  • 31/10 Kennsla kl. 10-16

  • 14/11 Kennsla kl. 10-16

  • Prófdagar í stofu verða 9/2/26 og 10/2/26.

Löggildingarpróf

Fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur er haldið annað hvert ár undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands.
Skrifleg löggildingapróf verður haldið í 9 og 10 febrúar 2026 í Þjóðarbókhlöðu
ath. prófin eru EKKI á Teams.
Heimilt að veita löggildingu til skjalaþýðingar á grundvelli erlendrar löggildingar, enda taki sú löggilding til íslensku.

Skrá yfir löggilta skjalaþýðendur og dómtúlka - Sjá hér

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á PDF formi hér.
Athugið að ekki er opið fyrir umsóknir eins og er

Dómtúlkar og skjalaþýðendur skulu tilkynna sýslumanni hvar starfsstöð þeirra er og breytingar á henni. Hlutaðeigandi sýslumaður skal halda skrá um þá sem hafa löggildingu samkvæmt lögum þessum.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15