Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda í heildsölu

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Á þessari síðu

Almennt

Til að flytja inn og selja flugelda í heildsölu þarf leyfi frá lögreglustjóra. Sama leyfið felur í sér bæði innflutning og heildsölu. Leyfið er ekki veitt einstaklingum.

Ef selja á flugelda í smásölu þarf annað leyfi fyrir það.

Skilyrði

  • Umsækjandi er fyrirtæki eða félagasamtök með virðisaukaskattsnúmer.

  • Tilgreina þarf ábyrgðarmann sem hefur náð 18 ára aldri.

  • Slökkviliðsstjóri metur svo að geymsla fyrir flugeldana standist kröfur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Borga fyrir leyfi

Gjald fyrir nýtt leyfi er 34.000 krónur og gjald fyrir endurnýjun er 6.500 krónur.

  • Reikningsnúmer: 0303-26-667

  • Kennitala: 531006-2320

Senda þarf kvittun á netfangið greitt@lrh.is og setja í skýringu fyrir hvern er verið að greiða.

Leyfilegir flugeldar

Það má aðeins setja á markað flugelda sem

  • hafa hlotið gerðarviðurkenningu Neytendastofu,

  • eru með CE-merki,

  • eru framleiddir samkvæmt ákveðnum stöðlum. Staðlarnir eru settir fram í greinum 26 og 27 í reglugerð um skotelda.

Gildistími leyfis

5 ár.

Lög og reglur

Reglugerð um skotelda

Um CE-merkið

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Þjónustuaðili

Lögreglan