Reglur um flugelda
Á þessari síðu
Almennt
Það má sprengja flugelda frá 28. desember til 6. janúar, með báðum dögum meðtöldum.
Þessa daga er bannað að skjóta upp flugeldum frá 10 á kvöldin til klukkan 10 á morgnana, nema á nýársnótt.
Aldurstakmörk
Öll meðferð flugelda hjá börnum yngri en 18 ára skal vera undir eftirliti fullorðinna.
Kaup á flugeldum
Þú þarft að vera:
12 ára til að kaupa flugelda úr flokki 1.
16 ára til að kaupa flugelda úr flokki 2.
18 ára til að kaupa flugelda í flokki 3.
Öryggisreglur
Notaðu hlífðarbúnað sem ver heyrn og sjón þeirra sem skjóta upp og þeirra sem horfa á.
Farðu eftir skráðum leiðbeiningum.
Ekki skjóta upp flugeldum undir áhrifum áfengis eða lyfja sem slæva dómgreind og viðbragðsflýti.
Fjarlægð frá flugeldi
Til viðmiðunar, vertu í:
1 meters fjarlægð þegar skotið er upp flugeldi úr flokki 1,
8 metra fjarlægð þegar skotið er upp flugeldi úr flokki 2,
15 metra fjarlægð þegar skotið er upp flugeldi úr flokki 3.
Fjarlægð frá byggingum og gróðri
Vertu í meira en 100 metra fjarlægð frá byggingum sem eru úr eldfimum efnum, stöðum þar sem eldfim efni eru geymd, timburgeymslum, geymslum með brennanlegar umbúðir og þess háttar og geymslustöðum fyrir eldfima vökva og gaskúta. Vertu í meira en 200 metra fjarlægð frá skógi, lynggrónu landi eða viðkvæmum gróðri.
Ef notaðir eru stærri flugeldar þarftu að vera í meiri fjarlægð en 50 metra frá mannvirkjum sem gerð eru úr sérstaklega eldfimum efnum, stöðum þar sem eldfim efni eru geymd, timburgeymslum, geymslum með brennanlegum umbúðum og geymslustöðum fyrir eldfima vökva og gaskúta. Vertu í meira en 100 metra frá skóglendi, lynggrónu landi eða öðrum viðkvæmum gróðri.
Fjarlægðarmörkin eiga ekki við um smærri flugelda eins og stjörnuljós, handblys og slíkar vörur sem hægt er að hafa fulla stjórn á. Við notkun þeirra skal samt hafa sérstaka gát í nánd við eldfim svæði.
Hvar er bannað að skjóta upp flugeldum?
Nálægt stöðum þar sem eldfim efni eru.
Á lóðum elliheimila og sjúkrahúsa.
Á stöðum þar sem flugeldum er pakkað, þeir seldir eða geymdir.
Við fjós, hesthús, fjárhús og önnur gripahús.
Áramótabrennur
Við brennu og í næsta nágrenni við hana má aðeins nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys. Við notkun stjörnuljósa og blysa skal gæta að öryggi fólks og að þeir kveiki ekki í sinu og valdi gróðureldum.
Velferð dýra
Taktu tillit til dýra. Notkun þeirra við gripahús er bönnuð.
Leyfi til notkunar utan tímabils
Lög og reglur

Þjónustuaðili
Lögreglan