Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leyfi til að halda flugeldasýningu

Leyfi til að halda flugeldasýningu

Almennt

Sækja skal um leyfi með 5 vikna fyrirvara.

Svona færðu leyfi til að halda flugeldasýningu

Til þess að halda flugeldasýningu þarf að:

  1. skrá flugeldasýningu hjá Umhverfis- og orkustofnun,

  2. fá skriflegt leyfi hjá landeiganda eða sveitarfélagi, og

  3. sækja um leyfi hjá lögreglu.

Lögregla óskar eftir umsögnum frá sveitarfélagi og slökkviliði.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja

Í umsókn þarf að koma fram:

  • upplýsingar um ábyrgðarmann

  • upplýsingar um skotstjóra, ef annar en ábyrgðarmaður

  • upplýsingar um stað, dagsetningu og tíma sýningar

  • loftmynd af sýningarstað

Fylgigögn

Með umsókn þarf að fylgja:

  • sundurliðaður magnlisti sýningavara

  • leyfisbréf frá landeiganda, ef við á

Gildistími

Leyfi gildir aðeins þann tíma sem sótt er um.

Kostnaður

12.000 krónur

Greitt er með millifærslu.

Þegar umsókn er samþykkt

Þegar leyfi er samþykkt gefur lögregla út leyfisbréf.

Leyfisbréf er sent til umsækjanda í tölvupósti.

Leyfi til að halda flugeldasýningu

Þjónustuaðili

Lögreglan