CE-merkið, forsenda löglegar markaðssetningar
Vörur má aðeins setja á markað hér á landi ef hönnun þeirra, gerð og frágangur stofnar ekki öryggi manna, húsdýra eða eigna í hættu.
CE-merking
Kveðið er á um CE-merkingu ýmissa vöruflokka og er hún forsenda löglegrar markaðssetningar vöru sem fellur undir slíkar tilskipanir.
CE-merkingin er ekki gæðastimpill!
CE-merkingin er yfirlýsing ábyrgðaraðila um að viðkomandi vara uppfylli grunnkröfur þeirra Evróputilskipana sem um viðkomandi vöru kunna að gilda. CE-merkingin er ekki gæðastimpill, til dæmis segir merkingin ekki neitt um endingartíma vöru.
Merkingar leikfanga
Leikföng sem kunna að vera hættuleg börnum yngri en þriggja ára skulu vera með:
viðvörun þar að lútandi,
ábendingu um hættuna sem viðvörunin lýtur sérstaklega að og
upplýsingar um hvernig skal bregðast við þeirri hættu.
Merkingin skal vera myndræn eða í textaformi, til dæmis: „Viðvörun! Hæfir ekki börnum yngri en 3ja ára!“ Allar varúðarmerkingar eiga að vera á íslensku.
Vert að skoða
Lög og reglugerðir
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun