Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda í heildsölu

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Afgreiðsla úr tolli

Lögreglustjóri þarf að samþykkja vörureikning áður en sending af flugeldum er leyst úr tolli.

Senda vörureikning

Innflutningsaðili sendir lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vörureikning. Í honum þarf meðal annars að koma fram:

  • tegundir flugelda,

  • magn einstakra tegunda, stærð og samsetningu.

Sérstaklega skal tilgreina þá flugelda sem eingöngu er leyft að nota til flugeldasýninga og skotelda sem eingöngu eru notaðir við leiksýningar, kvikmyndagerð og þess háttar.

Áritun vörureiknings vegna innflutnings á flugeldum

Einnig skal taka fram ef um er að ræða tegundir skotelda sem ekki hafa verið fluttar inn áður.

Upplýsingar um sendingu

Skjal sem innflytjendur geta fyllt út (Excel)

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Þjónustuaðili

Lögreglan