Kjarasamningar og aðilar vinnumarkaðarins
Kjarasamningar
Kjarasamningar eru samningar milli stéttarfélaga og atvinnurekenda og samtaka þeirra um laun og starfskjör launafólks. Í þeim er tilgreint hver lágmarkskjör skulu vera fyrir tiltekin störf á því svæði sem samningurinn nær til.
Kjarasamningar eru gerðir innan ramma laga sem gilda um vinnumarkaðinn og kveða nánar á um starfskjör launafólks en lög gera.
Kjarasamningar hafa almennt að geyma ákvæði um laun, launabreytingar, vinnutíma, orlof, rétt til launa og veikinda og rétt í slysatilvikum, tryggingar, uppsagnarfrest, iðgjöld til lífeyrissjóða og sjúkra- og starfsmenntasjóða, félagsgjöld og trúnaðarmenn stéttarfélaga.
Atvinnurekanda og starfsmanni er óheimilt að semja um lægri laun og lakari starfskjör en þau sem viðkomandi kjarasamningar kveða á um. Slíkir samningar eru ógildir að því marki sem vikið er frá ákvæðum kjarasamninga.
Starfsmanni er heimilt að semja um betri kjör sér til handa en þau lágmarkskjör sem kjarasamningur kveður á um.
Stéttarfélög eru samningsaðilar við gerð kjarasamninga og gæta hagsmuna launafólks gagnvart atvinnurekendum.
Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna í kjarasamningum. Samtök atvinnulífsins
Samninganefnd ríkisins semur fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra við ríkisstarfsmenn en launanefnd sveitarfélaga semur við samtök sinna starfsmanna. Launanefnd sveitarfélaga
Ef stéttarfélög og viðsemjendur þeirra komast ekki að samkomulagi í kjaraviðræðum er heimilt að vísa deilum þeirra til ríkissáttasemjara en hlutverk hans er að leita sátta í vinnudeilum. Ríkissáttasemjari
Vinnumarkaðurinn
Vinnumarkaðurinn er vettvangur atvinnurekenda og launafólks. Leikreglur hans eru settar í lögum og kjarasamningum sem segja til um gagnkvæmar skyldur vinnuveitenda og starfsmanna.
Vinnumarkaðurinn skiptist í almennan og opinberan vinnumarkað. Á almennum vinnumarkaði starfa fyrirtæki í eigu einkaaðila og hlutafélög en á opinberum vinnumarkaði eru fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga, auk félaga og stofnana sem veita opinbera þjónustu.
Mismunandi lög og reglur gilda að ýmsu leyti um almennan og opinberan vinnumarkað.
Málefni vinnumarkaðarins heyra undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Um vinnumál á vef stjórnarráðsins
Aðilar vinnumarkaðarins
Heildarsamtök launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar eru venjulega nefnd aðilar vinnumarkaðarins.
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, eru heildarsamtök launafólks á almennum vinnumarkaði.
Samtök atvinnulífsins, SA, eru heildarsamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði.
Heildarsamtök og -félög launafólks á opinberum vinnumarkaði eru:
Málefni ríkisstarfsmanna heyra almennt undir fjármála- og efnahagsráðherra.
Skrifstofa stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti
Um mannauðsmál ríkisin á mannuðstorginu