Fara beint í efnið

Heimildir til veiða

Kvótakerfið

Í daglegu tali er íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið kallað kvótakerfið.  Veiðum er stjórnað með aflamarki sem úthlutað er á skip á grundvelli aflahlutdeildar. Hægt er að kaupa og selja aflahlutdeildir.

Aflahlutdeild skips er tiltekin hlutdeild (%) af leyfðum heildarafla tiltekinna tegunda sjávardýra sem sæta takmörkun á leyfilegum heildarafla. Aflamark veiðiskips á hverju fiskveiðiári, veiðitímabili eða vertíð ræðst af leyfðum heildarafla í viðkomandi tegund og hlutdeild skips í þeim heildarafla, að frádregnu því hlutfalli af magni hverrar tegundar sem ráðherra hefur til ráðstöfunar.

  • Dæmi: útgerð fær 1% (aflahlutdeild) af heildarkvóta í þorski, sé hann 100 kíló þá fær þessi útgerð 1 kíló af aflamarki.

Aflamark er mælt í kílóum eða tonnum eftir fisktegundum.  Aflamark er það magn sem skipinu er heimilt að veiða í viðkomandi tegund eftir úthlutun eða með því að leigja frá öðru skipi og því má flytja má aflamark milli skipa. Það eru tvær tegundir af aflamarki:

  • krókaaflamark (litla kerfið)

  • aflamark (stóra kerfið). 

Til að veiða innan kvótakerfis þarf skip að hafa almennt veiðileyfi og aflamark.

Auk þess að fá úthlutun eða leigja heimildir geta skip fengið aflamark í gegnum byggðakvóta. Einstaka skip fá úthlutað skel- og rækjubótum gegn því að hafa hlutdeildir í innfjarðarrækju eða hörpudisk. Þá úthlutar Byggðastofnun Byggðastofnunarkvóta til skipa byggt á samningum við byggðarlög.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa