Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024, auglýst er samkvæmt ákvæðum reglugerðar.
Leiðbeiningar: - Umsóknir um byggðakvóta fara í gegnum umsóknagátt. Við innskráningu þarf að nota rafræn skilríki.
- Niðurstaða umsóknar verður eingöngu birt í pósthólfi umsækjanda inn á island.is Óski umsækjandi eftir bréfi með öðrum leiðum þarf að senda beiðni um slíkt á fiskistofa@fiskistofa.is
- Þegar sótt er um í sveitarfélagi þar sem er vinnsluskylda þarf samningur um vinnslu afla að vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélaginu og honum skilað sem fylgiskjali í umsóknagátt á sama tíma og sótt er um.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024. Við vekjum athygli á auglýsingu (6) um sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Úthlutað er fyrir:
Hofsós
Sauðárkrókur
Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 fyrir:
Voga
Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024. Við vekjum athygli á auglýsingu (4) um sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Úthlutað er fyrir:
Skagaströnd
Súðavík
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024. Við vekjum athygli á auglýsingu (3) um sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Úthlutað er fyrir:
Blönduós
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024. Við vekjum athygli á auglýsingu (2) um sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Úthlutað er fyrir:
Bakkafjörð
Þórshöfn
Kópasker
Raufarhöfn
Seyðisfjörð
Stokkseyri
Stykkishólm
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 fyrir:
Mjóafjörð
Seyðisfjörð
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 og vakin er athygli á auglýsingu (1) um sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Úthlutað er fyrir:
Arnarstapa
Árskógssand
Bíldudal
Brjánslæk
Dalvík
Drangsnes
Eyrarbakka
Flateyri
Garð
Grenivík
Grímsey
Hauganes
Hnífsdal
Hólmavík
Hvammstanga
Höfn
Ísafjörð
Norðurfjörð
Ólafsfjörð
Patreksfjörð
Rif
Siglufjörð
Stokkseyri
Suðureyri
Tálknafjörð
Þingeyri
Þorlákshöfn
Umsóknafrestur er til og með 9. febrúar 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 fyrir:
Bolungarvík
Borgarfjörð Eystri
Breiðdalsvík
Djúpavog
Grundarfjörð
Hrísey
Sandgerði
Stöðvarfjörð
Vopnafjörð
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 fyrir:
Bolungarvík
Umsóknarfrestur er til og með 27. desember 2023
Árlega ráðstafar matvælaráðuneytið ákveðnum aflaheimildum til stuðnings smærri byggðarlögum:
Sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og eru háð veiðum eða vinnslu á botnfiski.
Sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út, landað afla í viðkomandi byggðarlögum og hafa veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum.
Ráðherra setur reglur um úthlutun til byggðarlaga og úthlutun til skipa. Sveitarfélög geta óskað eftir sérreglum frá almennu reglunni varðandi úthlutun og þarf ráðherra að samþykkja þær. Gildandi samþykktar sérreglur tiltekinna byggðarlaga er að finna í kafla um byggðakvóta fyrir hvert fiskveiðiár hér á vefnum, eftir því sem við á.
Fiskistofa sér um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni.