Fara beint í efnið

Byggðakvóti

Umsókn um byggðakvóta

Vinnsla

Sú vinnsla sem telst sem mótframlag til byggðakvóta er:

  • flökun

  • flatning

  • frysting

  • söltun

  • hersla

Grásleppu má nota til mótframlags byggðakvóta. Litið er svo á að söltun grásleppuhrogna teljist til vinnslu byggðakvóta.

Til athugunar:

Við úthlutun mótframlags til byggðakvóta ber Fiskistofa saman vigtarnótur við vigtar- og ráðstöfunarskýrslur (VOR-skýrslur) og gögn af fiskmörkuðum.

Komi fram í VOR-skýrslum að afli sem skráður er sem byggðakvóti til vinnslu uppfylli ekki skilyrði um vinnslu (þ.e. flökun, flatningu, frystingu, söltun eða herslu) telur sá afli ekki sem mótframlag til byggðakvóta. Það sama gildir um afla sem tilgreindur er á vigtarnótu sem byggðakvóti til vinnslu en reynist síðan hafa verið boðinn upp á fiskmarkaði.

Umsókn um byggðakvóta

Þjónustuaðili

Fiski­stofa