Fara beint í efnið

Heimildir til veiða

Flutningur kvóta

Aflamark 

Heimilt að flytja allt að 50% af úthlutuðu aflamarki milli skipa.   

Útgerðir geta flutt aflamark milli skipa eða veitt öðrum umboð til að millifæra aflamark í rafrænu kerfi Fiskistofu.  

Sé ekki kostur á að nota rafræna kerfið má senda undirritaða beiðni til Fiskistofu á tölvupóstfangið millifaerslur@fiskistofa.is og verður erindið þá afgreitt eins fljótt og auðið er.

Einungis er hægt að afgreiða eftirfarandi beiðnir með tölvupósti til Fiskistofu: 

  • Aflmarksfærslur í jöfnum skiptum milli krókaaflmarkskerfis og aflamarkskerfis.

  • Flutningur umfram 50% vegna breytinga á skipakosti  eða bilana.  

Kostnaður 

  • Færslur færðar í rafrænu millifærslukerfi Fiskistofu kosta 380 kr.  

  • Færslur sem sendar eru til Fiskistofu og afgreiðsla þeirra kostar 5.100 kr.  

Aflahlutdeildir  

Heimilt er að flytja aflahlutdeildir milli skipa sem eru í sama kerfi (aflamark- og krókaaflamarkskerfi). Fiskistofa framkvæmir flutning aflahlutdeilda.

  • Beiðnin skal vera undirrituð af þeim sem rita firma félagsins skv. skráningu Creditinfo.   

  • Nýtt veðbókavottorð skal fylgja beiðninni ásamt þinglýstri yfirlýsingu um leyfi til flutnings aflahlutadeildar frá veðhöfum skips sem flutt er af.   

Senda skal beiðni um flutning aflahlutdeilda á tölvupóstfangið millifaerslur@fiskistofa.is

Þjónustuaðili

Fiski­stofa