Fara beint í efnið

Heilsueflandi samfélag

Heimsmarkmiðin og Heilsueflandi samfélag

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 eru algild, samofin og samverkandi. Þau byggja á þremur grunnstoðum sjálfbærrar þróunar þ.e. félagslegri, efnahagslegri og umhverfislegri sjálfbærni, með áherslu á að skilja engan eftir.

Innleiðing Heilsueflandi samfélags og skóla fellur vel að innleiðingu Heimsmarkmiðanna og öfugt. Það má glöggt sjá m.a. með því að skoða hvernig Þriðja Heimsmarkmiðið, sem kveður á um heilbrigt líf og vellíðan allra frá vöggu til grafar, er samofið hinum sextán markmiðunum. Sjá nánar mynd af Heilsa og vellíðan með Heimsmarkmiðunum.

Verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna og Embætti landlæknis hafa því tekið höndum saman um að innleiða Heimsmarkmiðin í starf Heilsueflandi samfélags og í sameiningu vinna að aukinni vitundarvakningu á meðal sveitarfélaga og almennings um Heimsmarkmiðin, sjálfbæra þróun og áhrifaþætti heilsu og vellíðanar sbr. stöðuskýrslu fyrir Heimsmarkmiðin.

Áhrifaþættir heilbrigðis og heimsmarkmiðin - mynd

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis