Fara beint í efnið

Grisjun

Afhendingarskyldum aðilum er óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali í skjalasöfnum sínum nema það sé gert á grundvelli samþykktar þjóðskjalavarðar, reglna sem settar eru á grundvelli laga um opinber skjalasöfn eða á grundvelli sérstaks lagaákvæðis.

Til þess að óska eftir eyðingu skjals eða rafrænna gagna þarf að senda inn grisjunarbeiðni til Þjóðskjalasafns. Grisjunarbeiðnir eru teknar fyrir reglulegu af sérfræðingum Þjóðskjalasafns og loks afgreiddar af þjóðskjalaverði.