Samkvæmt reglum um tilkynningu, samþykkt og skil á rafrænum gagnasöfnum nr. 877/2020 þarf að afmarka gagnasafn með skjölum (til dæmis mála- og skjalavörslukerfi) við afhendingu á vörsluútgáfu. Afmörkun er gerð með einni af eftirfarandi leiðum sem tilgreindar eru í 11. gr. reglnanna:
a. Afhending mála og skjala frá loknu skjalavörslutímabili.
b. Stöðuafrit af málum og skjölum, sem ekki hafa áður verið afhent, ásamt lýsigögnum frá starfrækslutíma gagnasafnsins.
c. Afhending mála sem er lokið og tengdum skjölum ásamt lýsigögnum frá starfrækslutíma gagnasafnsins.
Við skipti á milli skjalavörslutímabila skal tryggja að skráningarhluta rafræns gagnasafns frá loknu skjalavörslutímabili sé lokað. Mál, sem ekki er lokið, eru stofnuð á nýju skjalavörslutímabili.
Þjóðskjalasafn veitir aðilum heimild til að afhenda vörsluútgáfu samkvæmt skilaleiðum í b- eða c-lið að loknu eftirliti sbr. 19. gr. reglnanna. Eftirlitið felst í að skoða hvort gagnsafnið sé notað eins og lýst er í notendahandbók, hvort að innra eftirlit aðilans hafi verið framkvæmt á réttan hátt og hvort varðveisla skjala í gagnasafninu er á leyfðum skráarsniðum.