Fara beint í efnið

Málaskrá - Skráning mála og málsgagna

Afhendingarskyldir aðilar skulu skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt í eina eða fleiri skrár eftir aðstæðum og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg.
Algengast er að haldið sé um slíkar upplýsingar í málaskrá en í hana eru upplýsingar um skjal skráðar um leið og það berst afhendingarskyldum aðila, þegar það er sent eða verður til í málsmeðferð. Málaskrár eru nær alfarið rafrænar í íslenskri stjórnsýslu.

Málaskrá tryggir að skjöl finnist þegar á þeim þarf að halda og er staðfesting á að skjöl hafi borist eða að þau hafi verið send. Í málaskrá getur einnig falist stjórnunar- og eftirlitsmöguleiki þar sem hún veitir yfirsýn yfir öll mál afhendingarskylds aðila.

Reglur um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila nr. 85/2018 gilda um þessar skráningar- og varðveisluskyldu.