Fara beint í efnið

Málalykill

Málalykill er skjalaflokkunarkerfi sem notað er til að tryggja rétt samhengi upplýsinga, þannig að skjöl sem varða sama mál og lýsa sama máli finnist á sama stað. Málalykill gildir fyrir skjöl í skjalaflokknum málasafni en nær ekki til annarra skjalaflokka í skjalasafni afhendingarskylds aðila. Notkun málalykils er skylda hjá afhendingarskyldum aðilum.

Málalykill tryggir að samhengi mála sé augljóst, þ.e. að skjöl er varða sama verkefni lendi saman í flokki í málasafni. Þetta á að tryggja að hægt sé að finna öll skjöl sem staðfesta tilteknar stjórnsýslulegar ákvarðanir og atburðarás, hvort sem skjölin eru enn í varðveislu afhendingarskylds aðila eða eftir að þau hafa verið afhent til opinbers skjalasafns til langtímavarðveislu. Á þetta jafnt við um skjöl á pappír og rafræn gögn.

Reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila nr. 572/2015 gilda um uppbyggingu, gildistíma og samþykki hans.