Fara beint í efnið

Skjalavistunaráætlun

Skjalavistunaráætlun er grundvallarstjórntæki í skjalasafni afhendingarskylds aðila. Í henni eru upplýsingar um myndun, varðveislu og aðgengi allra skjalaflokka sem verða til í starfsemi viðkomandi aðila. Skjalavistunaráætlun er áætlun sem felur í sér heildaryfirlit um hvern skjalaflokk, þau skjöl sem mynda hann og um meðferð, frágang og varðveislu skjalanna. Áætlunin á að endurspegla skjalasafn viðkomandi aðila eins og það er hverju sinni og er því endurskoðuð reglulega.

Afhendingarskyldum aðilum ber að búa til og viðhalda skjalavistunaráætlun og fá hana samþykkta af Þjóðskjalasafni.

Reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 571/2015 gilda um efnisuppbyggingu, gildistíma og samþykki hennar.