Allar reglur - yfirlit
Reglur um skjalavörslu og skjalastjórn
Þjóðskjalasafn Íslands hefur það hlutverk sem framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar að setja reglur um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila, sbr. 8. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Reglurnar kveða á um það hvernig afhendingarskyldir aðilar sem falla undir stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga skuli haga skjalavörslu og skjalastjórn, hvernig skuli haga frágangi og afhendingu á skjala- og gagnasöfnum til opinberra skjalasafna og um varðveislu og förgun skjala. Samkvæmt 3. mgr. 22. gr. laga um opinber skjalasöfn er afhendingarskyldum aðilum skylt að haga skjalastjórn og skjalavörslu með þeim hætti sem segir í þeim reglum sem settar eru á grundvelli laganna.
Gildandi reglur um skjalavörslu og skjalastjórn
Reglur um varðveislu og eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi (nr. 1022/2023)
Reglur um eyðingu prófúrlausna og metinna námsmatsgagna hjá afhendingarskyldum aðilum (nr. 913/2021)
Reglur um tilkynningu, samþykkt og skil á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila (nr. 877/2020)
Reglur um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila (nr. 331/2020)
Reglur um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila (nr. 85/2018)
Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjalasafna afhendingarskyldra aðila (nr. 573/2015)
Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla afhendingarskyldra aðila (nr. 572/2015)
Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila (nr. 571/2015)
Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila (nr. 100/2014)
Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um grisjun í skjalasöfnum sveitarfélaga og stofnana þeirra (nr. 627/2010)
Þjónustuaðili
Þjóðskjalasafn Íslands