Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Afgreiddar grisjunarbeiðnir

Frá og með 27. mars 2019 hafa grisjunarbeiðnir verið afgreiddar af þjóðskjalaverði í samráði við varðveislu- og grisjunarnefnd Þjóðskjalasafns. Í nefndinni sitja sérfræðingar safnsins og sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs, sem ber ábyrgð á ráðgjöf og eftirliti um skjalastjórn og skjalavörslu til afhendingarskyldra aðila, þar með talið eyðingu skjala.

Árin 2014-2019 tók grisjunarráð ákvarðanir um grisjunarbeiðnir og afgreiddar grisjunarbeiðnir frá því tímabili má finna hér í fundargerðum grisjunarráðs.

Grisjunarbeiðnir eru afgreiddar hið minnsta á tveggja vikna fresti og oftar ef aðstæður kalla á það. Lista yfir grisjunarbeiðnir og forsendur ákvarðana má sjá hér að neðan. Einnig er hægt að leita í grisjunarbeiðnum eftir öllum efnisatriðum sem í þeim eru.