Árangur Íslands á sviði forvarna hefur vakið athygli víða um heim. Embætti landlæknis tók nýverið á móti hópi sérfræðinga frá 23 þjóðum innan Evrópu, Norður Afríku, Norður- og Suður Ameríku, sem starfa við forvarnir og stefnumótun í heimalöndum sínum. Heimsóknin var skipulögð af Pompidou Group, sem er samráðsvettvangur Evrópuráðsins um vímuvarnir, í samstarfi við samtök og stofnanir viðkomandi landa.