Fara beint í efnið

15. október 2019

Embætti landlæknis flytur á Höfðatorg

Embætti landlæknis skrifaði nýverið undir leigusamning við Reginn fasteignafélag um húsnæði á 6.hæð Höfðatorgs, Katrínartúni 2. Áætlað er að embættið flytji inn í nóvember næstkomandi.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis skrifaði nýverið undir leigusamning við Reginn fasteignafélag um húsnæði á 6.hæð Höfðatorgs, Katrínartúni 2. Áætlað er að embættið flytji inn í nóvember næstkomandi og mun þá starfsfólk embættisins vera sameinað að nýju eftir veru í tveimur tímabundnum leiguhúsnæðum.

Ríkiskaup auglýsti eftir framtíðarhúsnæði fyrir embættið í apríl síðastliðnum og þótti húsnæðið á Höfðatorgi henta vel undir starfsemina en hjá embættinu starfa hátt í 80 starfsmenn. Stærð á hinu leigða rými er um 1.500 m2.

Alma D. Möller, landlæknir og Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins við undirritun samningsins.

Sjá frétt á vef Reginn fasteignafélags 

Nánari upplýsingar veitir 
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartanh@landlaeknir.is
510-1900.